Seljurót

Seljurót


Vísindaleg flokkun
Ríki: Plantae
(óraðað): Angiosperms
(óraðað) Eudicots
(óraðað) Asterids
Ættbálkur: Apiales
Ætt: Apiaceae
Ættkvísl: Apium
Tegund:
A. graveolens

Tvínefni
Apium graveolens
L.

Seljurót (eða sellerí) (fræðiheiti: Apium graveolens) er tvíær matjurt af sveipjurtaætt. Einkum er átt við tvö afbrigði eftir því hvort sóst er eftir mat í stönglum (blaðselja) eða hnúð neðan moldar (hnúðselja). Einnig eru blöð og fræ plöntunnar nýtt sem krydd.

Í hlýjum löndum vex seljurót villt, einkum i hálfrökum moldarjarðvegi. Seljurót hefur verið ræktuð frá því í fornöld. Fyrst var seljurót eflaust hagnýtt villijurt og síðar smábætt með úrvali og kynbótum. Franskt skáld á níundu öld hælir seljurótinni sem lækningajurt. Mið-Evrópubúar voru farnir að rækta þessar jurtir á 16. og 17. öld. Seljurót er þurrefnisrik og nærandi, en óstöðug olía gefur hina sérkennilegu lykt sem og bragð. Sumir eta seljurót hráa i ýmis salöt o.fl. rétti eða rifna með osti.

Tengt efni

  • Blaðselja, einnig nefnd blaðsellerí
  • Hnúðselja, einnig nefnd hnúðsellerí
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.