Shahnameh

Minnisvarði um Ferdowsi á Ferdowsi-torgi í Tehran.

Shāhnāmeh (persneska: شاهنامه „Konungabók“) er gríðarmikið kvæði, um 60 þúsund ljóðlínur að lengd, eftir persneska skáldið Ferdowsi um árið 1000. Kvæðið er klassískt verk innan persneskra bókmennta. Shahnameh segir frá goðsögnum og sögu Persíu frá uppruna heimsins fram að íslömskum tíma á 7. öld.

  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.