Shenandoah-þjóðgarðurinn

Kort.
Útsýni af Skyline drive.
Shenandoah að vetri.
Whiteoak Canyon.
Ungur svartbjörn.
Dádýr.

Shenandoah-þjóðgarðurinn (e.: Shenandoah National Park) er þjóðgarður í bandaríska fylkinu Virginía. Þjóðgarðurinn er við fjöllin Blue Ridge Mountains sem eru hluti af Appalachiafjöllum og fylgir Shenandoah-fljóti og dal. Stærð hans er 322 ferkílómetrar. Hæsti punkturinn er Hawksbill Mountain (1235 m.).

Svæðið var verndað árið 1935 og þá voru jarðir keyptar upp í því miði að vernda það. Einhverjir íbúar þráuðust við og dvöldu í áratugi í viðbót. Í fyrstu var svörtum bandaríkjamönnum bannað að fá þjónustu á svæðinu en Virginíuríki vildi fyrst banna þeim alfarið á svæðið. Vegurinn Skyline Drive liggur í gegnum þjóðgarðinn. Í göngu- og tjaldferðum er fólki ráðlagt að forðast birni og snáka.

John Denver söng um svæðið í lagi sínu Country Roads.

Heimild

Fyrirmynd greinarinnar var „Shenandoah National Park“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 8. des. 2016.