Sigð

Sigð ætluð til uppskeru
Sigð með stuttu haldi

Sigð er bogalaga verkfæri notað í landbúnaði, oft við uppskeru.

Sigð er eggjárn sem samanstendur af hálfhringlaga stálblaði og stuttu handfangi. Hún er venjulega notuð við skurð á grasi eða korni og er henni þá sveiflað með annarri hendi þannig að blaðið skeri gróðurinn.

Hamar og sigð er verkalýðstákn sem tekið var upp á tímum Rússnesku byltingarinnar. Hamarinn táknaði verkamenn og sigðin bændur.