Sigurður Breiðfjörð

Engin mynd var gerð af Sigurði meðan hann var á lífi en eftir dauða hans teiknaði Helgi á Melum mynd af honum eftir minni. H. P. Hansen gerði þessa stungu eftir teikningu Helga.

Sigurður Breiðfjörð (Eiríksson) (4. mars 17981846) var fæddur í Rifgirðingum á Breiðafirði. Sigurður fór ungur til Kaupmannahafnar og nam þar beykisiðn. Þar kynntist hann einnig dönskum skáldskap og hreifst einkum af ljóðum skáldsins Jens Baggesen. Eftir að Sigurður kom heim fékkst hann við verslun og beykisiðn. Hann fór síðan aftur til Kaupmannahafnar og hugðist nema þar lög en úr því varð lítið og fékk hann þá vinnu hjá einokunarverslun Dana á Grænlandi og var þar í þrjú ár. Á þeim árum orti hann ýmislegt, meðal annars Númarímur sem jafnan eru taldar bestar rímna hans. Eftir veru sína á Grænlandi dvaldist hann á Íslandi til æviloka. Sigurður orti geysimikið, einkum rímur, og er trúlega þekktasta rímnaskáld sem uppi hefur verið.

Fyrsta bók Sigurðar, Rímur af Tristani og Indíönu kom út árið 1831. Um þá bók var skrifaður afar hvassyrtur ritdómur af Jónasi Hallgrímssyni. Rímnadómurinn birtist í Fjölni árið 1837. Jónas getur ekki Númarímna í þessum ritdóm.

Sigurður hvílir í kirkjugarðinum við Suðurgötu í Reykjavík.


Heimildir

Tenglar

Wikisource
Wikisource
Á Wikiheimild er að finna verk eftir eða um: