Smákaka

Diskur með smákökum
Smákökum pakkað
Ýmsar tegundir af smákökum
Stór smákaka skreytt eins og kaka.
Bresk kexkaka

Smákaka er lítil, flöt ofnbökuð kaka sem oftast inniheldur hveiti, egg og sykur. Einnig er oft bætt við bragðefnum, súkkulaði, smjöri, hnetusmjöri eða þurrkuðum ávöxtum. Algeng bragðefni eru möndlur og hnetur, vanillusykur, kókos, kanill, hafragrjón, kakó og sýróp.

Smákökur eru venjulega bakaðar þangað til þær eru stökkar eða nógu lengi til að vera mjúkar en sumar tegundir eru þó ekki bakaðar. Smákökur eru þéttari í sér en kökur bakaðar í formi sem kemur af því að í smákökum er lítið vatn en oft feiti eða egg. Smákökur eru sennilega upprunnar á 8. öld í Persíu eftir að sykur varð algengur þar.

Tengt efni