Speak Now (Taylor's Version)

Speak Now (Taylor's Version)
Breiðskífa eftir
Gefin út7. júlí 2023 (2023-07-07)
Hljóðver
  • Big Mercy (Brooklyn)
  • Blackbird (Nashville)
  • The Clubhouse (Rhinebeck)
  • The Dwelling (New York)
  • EBC (London)
  • Electric Lady (New York)
  • Hutchinson Sound (Brooklyn)
  • Kitty Committee (Belfast)
  • Long Pond (Hudson Valley)
  • Pleasure Hill (Portland)
  • Prime Recording (Nashville)
  • Rough Customer (Brooklyn)
  • Sound House (Lakeland)
Stefna
Lengd104:33
ÚtgefandiRepublic
Stjórn
Tímaröð – Taylor Swift
Midnights
(2022)
Speak Now (Taylor's Version)
(2023)
1989 (Taylor's Version)
(2023)

Speak Now (Taylor's Version) er þriðja endurupptaka bandarísku söngkonunnar Taylor Swift. Platan var gefin út 7. júlí 2023 af Republic Records. Hún er endurútgáfa af þriðju breiðskífu Swift, Speak Now (2010), og er hluti af markmiði hennar í að eignast réttindin á allri tónlistinni sinni aftur. Hún tilkynnti plötuna 5. maí 2023 á fyrstu sýningu tónleikaferðalagsins Eras Tour í Nashville.

Swift samdi öll 22 lögin sjálf á Speak Now (Taylor's Version). Platan inniheldur 16 lög af deluxe útgáfu Speak Now. Swift og Christopher Rowe sátu í upptökustjórn plötunnar. Sex laganna höfðu ekki verið gefin út áður, titluð „From the Vault“, og voru framleidd af Swift, Aaron Dessner, og Jack Antonoff. Hljómsveitin Fall Out Boy og söngkonan Hayley Williams koma fram á tveim „vault“ lögum. Speak Now (Taylor's Version) er rokkplata sem dregur eiginleika úr kántrí poppi og popp rokki. Á henni má heyra bæði rafmögnuð og órafmögnuð hljóðfæri, og er platan flokkuð sem þemaplata.

Speak Now (Taylor's Version) komst á topp vinsældalista í Ástralíu, Belgíu, Hollandi, Írlandi, Kanada, Nýja-Sjálandi, Spáni, Svíþjóð, og Bretlandi. Platan var tólfta breiðskífa Swift til að ná fyrsta sæti á Billboard 200 listanum, og sló þar með met Barbra Streisand yfir fjölda platna í fyrsta sæti eftir söngkonu. Öll lögin komust einnig á Billboard Hot 100 listann, þar sem lagið „I Can See You“ náði hæst í fimmta sæti.

Lagalisti

Öll lög voru samin af Taylor Swift.

Speak Now (Taylor's Version) – Stöðluð útgáfa
Nr.TitillStjórnLengd
1.„Mine“
  • Taylor Swift
  • Christopher Rowe
3:51
2.„Sparks Fly“
  • Swift
  • Rowe
4:21
3.„Back to December“
  • Swift
  • Rowe
4:54
4.„Speak Now“
  • Swift
  • Rowe
4:02
5.„Dear John“
  • Swift
  • Rowe
6:45
6.„Mean“
  • Swift
  • Rowe
3:58
7.„The Story of Us“
  • Swift
  • Rowe
4:27
8.„Never Grow Up“
  • Swift
  • Rowe
4:52
9.„Enchanted“
  • Swift
  • Rowe
5:53
10.„Better than Revenge“
  • Swift
  • Rowe
3:40
11.„Innocent“
  • Swift
  • Rowe
5:01
12.„Haunted“
  • Swift
  • Rowe
4:05
13.„Last Kiss“
  • Swift
  • Rowe
6:09
14.„Long Live“
  • Swift
  • Rowe
5:17
15.„Ours“
  • Swift
  • Rowe
3:55
16.„Superman“
  • Swift
  • Rowe
4:34
17.„Electric Touch“ (ásamt Fall Out Boy)4:26
18.„When Emma Falls in Love“
  • Swift
  • Dessner
4:12
19.„I Can See You“4:33
20.„Castles Crumbling“ (ásamt Hayley Williams)
  • Swift
  • Antonoff
5:06
21.„Foolish One“
  • Swift
  • Dessner
5:11
22.„Timeless“
  • Swift
  • Antonoff
5:21
Samtals lengd:104:33
Speak Now (Taylor's Version) – Deluxe útgáfa (eingöngu á vefverslun)
Nr.TitillLengd
23.„Dear John“ (live from Minneapolis)7:09
24.„Last Kiss“ (live from Kansas City)6:12
Samtals lengd:117:54

Athugasemdir

  • Lög 1–22 eru titluð „Taylor's Version“; og lög 17–22 einnig sem „From the Vault“.