Stígvél

Reiðstígvél

Stígvél er fótabúnaður sem hylur bæði fótinn og ökklann og nær stundum upp að hnjám eða jafnvel nára. Flest stígvél eru með hæl sem er aðgreindur frá sólanum. Stígvél eru oftast úr leðri eða gúmmíi en geta verið úr ýmsum efnum.

Stígvél þjóna því hlutverki að hlífa fætinum við vatni, leðju og snjó. Á meðal heita á stígvélum má nefna barnastígvél, dömustígvél, hermannastígvél, klofstígvél, reiðstígvél, sjóstígvél, vaðstígvél, veiðistígvél og rosabullur. Stígvélaði kötturinn er þekktur fyrir að ganga aldrei í öðru en stígvélum. Algengt er að konur klæðist stígvélum sem spariklæðnaði eða sem tískuklæðnaði.[1]



  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Forskoðun heimilda

  1. „7 knee-high boot outfits that deliver on sophisticated, transitional style“. Harper's BAZAAR (bresk enska). 19. desember 2024. Sótt 2. janúar 2025.