Stiklutexti

Stiklutexti á oftast við um texta á tölvu sem í leið er tengill sem gefur notendanum meiri upplýsingar um innihald textans þegar smellt er á hann. Ólíkt venjulegum texta sem ekki er hægt að breyta. Þá notast stiklutexti við svokallaða textatengla til þess að raða upplýsingum upp á annan hátt en gert er með hefðbundnum texta. Stiklutexta má nota á marga vegu. Hann er oft notaður í handbókum á tölvutæku formi til þess að útskýra betur einstaka hugtök. Hann er mjög mikið notaður á vefnum til þess að flakka á milli vefsíðna eða til þess að opna hljóðskjöl eða myndbönd. Wikipedia er gott dæmi um vefsíðu sem notast mikið við stiklutexta.

Sjá einnig