Svartþröstur
Svartþröstur | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Fullorðinn karlfugl
ⓘ | ||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Turdus merula Linnaeus, 1758 | ||||||||||||||
Útbreiðslukort.
|
Svartþröstur (fræðiheiti: Turdus merula) er þrastartegund sem er algeng um alla Evrópu og Asíu sunnan norðurheimskautsbaugs. Svartþröstur er afar algengur víða í Evrópu en fremur nýlegur landnemi á Íslandi. Fyrsta staðfesta varp var í Reykjavík 1969.[1] Honum fjölgaði verulega eftir aldamótin 2000. [2] Hér verpir hann aðallega á sunnan og vestanverðu landinu en einnig fyrir norðan. Hann er síst austan og suðaustanlands. Fæða er aðallega smádýr.
Karlfuglinn er alsvartur og eftir fyrsta veturinn með gulan eða appelsínugulan gogg og áberandi gulan hring í kringum augun, en kvenfuglinn er brúnmóleitur með fölgulan gogg. Svartþröstur er litlu stærri en skógarþröstur. Svartþrestir eru á bilinu 23 – 29 cm á lengd og vega um 125 grömm.[3]
Tilvísanir
- ↑ Svartþröstur Fuglavefur, sótt 18. okt. 2022
- ↑ Svartþröstur Fuglavernd, sótt 18. okt. 2022
- ↑ [https://www.visindavefur.is/svar.php?id=48163 Verpa svartþrestir á Íslandi?] Vísindavefur. Skoðað 18. janúar, 2016.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist svartþröstum.
Wikilífverur eru með efni sem tengist svartþröstum.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist svartþröstum.