Svetozar Gligorić
Svetozar Gligorić | |
---|---|
Fæddur | Svetozar Gligorić 2. febrúar, 1923 |
Dáinn | 14. agust, 2012 |
Þekktur fyrir | skák |
Titill | Stórmeistari |
Svetozar Gligorić (serbneska: Светозар Глигорић, f. 2. febrúar 1923 – 14. ágúst 2012) var serbneskur og júgóslavneskur stórmeistari í skák. Hann vann júgóslavneska meistaramótið í skák tólf sinnum og er talinn vera besti skákmaður sem Serbía hefur nokkru sinni alið. Á sjötta og sjöunda áratug tuttugustu aldar var hann á meðal tíu bestu skákmanna heims.