Teflon

Teflon er notað til að húða steikarpönnur.

Teflon er vöruheiti á hitaþolnu plastefni PTFE eða pólýtetraflúoretýlen. Teflon hefur þann eiginleika að flest efni loða illa við það og er notað til að gera steikarpönnur viðloðunarfríar. Það er líka notað í þéttiefni, slöngur og í ílát undir hættulega vökva. Teflon er grunnur í efninu Gore-Tex.

Heimildir

  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.