Toskana

Toskana
Fáni Toskana
Skjaldarmerki Toskana
Staðsetning Toskana á Ítalíu
Staðsetning Toskana á Ítalíu
Hnit: 43°21′N 11°1′A / 43.350°N 11.017°A / 43.350; 11.017
Land Ítalía
HöfuðborgFlórens
Flatarmál
 • Samtals22.985 km2
Mannfjöldi
 (2024)[1]
 • Samtals3.664.798
 • Þéttleiki160/km2
TímabeltiUTC+01:00 (CET)
 • SumartímiUTC+02:00 (CEST)
ISO 3166 kóðiIT-52
Vefsíðawww.regione.toscana.it Breyta á Wikidata

Toskana (ítalska: Toscana) er stórt hérað (eða land) á Mið-Ítalíu með landamæri að Lígúríu í norðvestri, Emilía-Rómanja í norðri, Úmbríu og Marke í austri og Latíum í suðri, og strönd að Lígúríuhafi og Tyrrenahafi. Héraðið nær einnig yfir toskanska eyjaklasann þar sem stærsta eyjan er Elba. Höfuðstaður héraðsins er borgin Flórens, en aðrar helstu borgir eru Písa, Livornó, Prató, Síena, Grossetó, Lucca og Arezzo. Íbúar héraðsins eru um 3,6 milljón talsins (2024).[1]

Toskana er þekktast sem fæðingarstaður ítölsku endurreisnarinnar og ótrúlega listræna arfleifð í formi bygginga, höggmynda og málverka. Þekktasta listasafn héraðsins er Uffizi-safnið í Flórens.

Fljótið Arnó rennur frá uppsprettu í fjallinu Monte Falterona í Appennínafjöllunum eftir öllu héraðinu og gegnum borgirnar Flórens, Empólí og Písa.

Sýslur (province) í Toskana

Kort sem sýnir sýslurnar í Toskana.

Helstu sveitir

Tilvísanir

  1. 1,0 1,1 „Regione Toscana“. tuttitalia.it (ítalska). Sótt 27. nóvember 2024.

Tenglar