Tsjeljabínsk

Tsjeljabínsk (rússneska: Челябинск) er borg og stjórnsýslumiðstöð Tsjeljabínsk-fylkisins í Rússneska sambandsríkinu. Hún er 210 km, suður af Jekaterínbúrg, rétt austur af Úralfjöllum, við ána Miass, á mörkum Evrópu og Asíu. Tsjeljabínsk er ein af stærri iðnaðarborgum Rússlands. Íbúafjöldi: 1.130.132 (manntalið 2010);
Heimildir
- Fyrirmynd greinarinnar var „Chelyabinsk“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 18. febrúar 2019.