Tugþraut

Tugþraut er íþróttagrein samsett úr tíu greinum: Þremur hlaupum (100 m, 400 m, 1500 m), 110 m grindahlaupi, kúluvarpi, kringlukasti, spjótkasti, hástökki, langstökki og stangarstökki.

Ásamt ættingjum sínum sjöþraut og fimmtarþraut er um að ræða einu frjálsíþróttagreinina þar sem árangurinn er ekki einfaldur út af fyrir sig heldur reiknaður yfir í stig.

Í tugþraut er keppt á tveimur dögum í fastri röð.

  • Dagur 1:
    • 100 metra hlaup
    • langstökk
    • kúluvarp
    • hástökk
    • 400 metra hlaup
  • Dagur 2:
    • 110 metra grindarhlaup
    • kringlukast
    • stangarstökk
    • spjótkast
    • 1500 metra hlaup