Píanósónata nr. 14 (Beethoven)

Píanó sónatan númer 14 í cís-moll Quasi una fantasia (ítalska „allt að því fantasía“)[1] Op. 27 númer 2 eftir Ludwig van Beethoven, oftast þekkt undir nafninu Tunglskinssónatan,[2] er sónata í þremur hlutum sem fylgir ekki hefðbundnu sónötuformi. Verkið fylgir ekki hefðbundnu sónötu formi og er eitt þekktasta píanóverk allra tíma.[1]

Þættir

  1. Fyrsti þáttur (Adagio sostenuto)
    Hann er spilaður aðalega með hægri hendinni, og er spilaður mjög veikt (eða pianissimo), og þegar hæst stendur er hann spilaður "meðalsterkt" (mezzo-forte).
  2. Annar þáttur (Allegretto)
    Annar þátturinn er nokkuð hefðbundinn menúett og tríó.
  3. Þriðji þáttur (Presto agitato)
    Þriðji þátturinn lýkur Quasi una fantasia á brjálæðislegum og hröðum nótum, og er hluti af tilraun Beethovens að staðsetja áhrifamesta þáttinn síðast. Hraður taktur og ofsafengni lagsins krefst því mikilla hæfileika spilandans.

Tilvísanir

  1. 1,0 1,1 Ludvig van Beethoven (1770 - 1827) Þýskaland
  2. Ritað með stórum staf, samanber Sérnöfn skal rita með stórum staf: Nöfn kvæða, tónverka eða annarra listaverka Geymt 19 nóvember 2009 í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni
  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.