Union Berlin
1. Fußballclub Union Berlin e. V. | |||
Fullt nafn | 1. Fußballclub Union Berlin e. V. | ||
Gælunafn/nöfn | Die Eisernen (Járnin) | ||
---|---|---|---|
Stytt nafn | Union Berlin | ||
Stofnað | 1906 | ||
Leikvöllur | Stadion An der Alten Försterei Berlín | ||
Stærð | 22.012 | ||
Stjórnarformaður | Dirk Zingler | ||
Knattspyrnustjóri | Urs Fischer | ||
Deild | Bundesliga | ||
2021/22 | 15. sæti | ||
|
Union Berlin er þýskt knattspyrnufélag frá Berlín. Á Kaldastríðsárunum var Union Berlin í staðsett í austurhluta borgarinnar og tók það því þátt í austur-þýsku deildinni. Árið 1990 féll múrinn og Þýskaland var sameinað á ný. Við það hóf liðið að spila í neðri deildum sameinaðs Þýskalands, þar til í fyrra þegar því tókst að komast upp í Bundesliga. Þeirra helsti rígur er við nágranna sína í vestur hluta borgarinnar Hertha Berlin. Þrátt fyrir að hafa unnið fáa titla er Union Berlin gríðarlega vinsælt félag í Berlín og á það stóran hóp af stuðningsmönnum bæði í Þýskalandi og víðar.
Árangur Union Berlin
Union Berlin státar bara af einum stórum titli hingað til, þ.e Austur-Þýska bikarmeistaratitlinum árið 1968, en það hefur unnið töluvert af neðrideildartitlum.
Titlar
- DDR-Liga Nord: 2
- 1966, 1970
- Austur-Þýska bikarkeppnin: 1
- 1968
- DDR Liga A: 2
- 1985, 1991
- 3.Liga: 1
- 2009
Tengill
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Union Berlin.