Hlutfallsleg stærð saltvatns og ferskvatns og skipting ferskvatns í vötn og ár, grunnvatn og jöklaHringrás vatns
Vatnshvolf (fræðiheitiHydrosphere) er allt það vatn (haf, ár, vötn) sem finnst á, undir eða fyrir ofan yfirborð plánetu. Áætlað er að það séu 1386 milljón rúmkílómetrar af vatni á jörðinni. Í því er meðtalið vatn í fljótandi og föstu formi, grunnvatn, höf, stöðuvötn og ár. Saltvatn er 97.5% af þessum massa og ferskvatn því aðeins 2.5%.