Veitingahús

Tom's Restaurant er veitingahús í New York sem kemur fyrir í samnefndu lagi Suzanne Vega og í bandarísku gamanþáttaröðinni Seinfeld.

Veitingahús eða veitingastaður er staður sem selur tilbúinn mat og drykk til neyslu á staðnum. Sumir veitingastaðir bjóða einnig upp á að fá matinn sendan heim eða taka hann með sér heim. Hugtakið á við um alls kyns staði og ólíkar gerðir matar, allt frá litlum kaffihúsum, börum og skyndibitastöðum að stórum heimsfrægum veitingahúsum þar sem litið er á matargerð og framreiðslu sem hámenningu. Á betri stöðum er boðið upp á að panta af matseðli en aðrir bjóða fyrst og fremst upp á sjálfsafgreiðsu og hlaðborð.

  Þessi menningargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.