Veronica fruticans

Steindepla

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Lamiales
Ætt: Græðisúruætt (Plantaginaceae)
Ættkvísl: Bládeplur (Veronica)
Tegund:
Steindepla (V. fruticans)

Tvínefni
Veronica fruticans
L.

Steindepla (fræðiheiti: Veronica fruticans) er depla af græðisúruætt sem vex í Evrópu. Hún ber dökkblá blóm og vex í giljum, melum, móum og klettum.

Lýsing

Blómin eru 1 sm í þvermál og eru fá blóm í hverjum klasa. Krónublöðin eru 4, samvaxin að neðan og misstór. Þau eru dökkblá að lit, með hvítu neðst og rauðu belti. Í hverju blómi eru tveir fræflar með hvíta frjóhnappa, frævan hefur langan stíl.

Blöð steindeplu eru oddbaugótt með stuttum randhárum. Platan nær 6 til 8 sentímetra hæð.

Tilvísanir

  Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.