Viborg (Danmörku)

Viborg eða Véborg er borg á Jótlandi í Danmörku. Hún er stjórnarsetur fyrir héraðið Mið-Jótland. Viborg er annað landmesta sveitarfélag Danmerkur og nær yfir 3% af landinu. Íbúar eru um 97 þúsund talsins (2018).
Viborg er ein af elstu borgum Danmerkur. Hún var byggð á 8. öld. Á miðöldum var hún mikilvæg vegna þess hversu miðsvæðis hún var. Dómkirkjan í Viborg var reist á 12. öld. Hún hefur verið brennd til grunna og endurreist nokkrum sinnum síðan.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Viborg (Danmörku).
