Vinnsluminni
Vinnsluminni (einnig nefnt aðal minni eða innra minni) er minni í tölvu sem örgjörvi getur vísað beint í með vistföngum. Vinnsluminni gegnir því hlutverki að geyma gögn og forrit á meðan tölva er að vinna með þau sem og gögn og forrit sem þykir líklegt að tölvan muni bráðlega vinna með. Vinnsluminni eru yfirleitt hraðvirk og eru oftast RAM. Vinnsluminni getur líka verið lesminni (ROM) og er það oftast að mjög litlum hluta til í heimilistölvum.
Vinnsluminni í heimilistölvum eru tengd við northbridge kubbinn á móðurborðinu.