West Bromwich

Town hall.

West Bromwich er bær í Vestur-Miðhéruðum Englands, um 10 km norður af Birmingham. Íbúar voru um 78.000 árið 2018 en um 140.000 búa á stórborgarsvæðinu. Nafnið Bromwic var fyrst nefnt í dómsdagsbókinni árið 1086. Kol voru uppgötvuð við bæinn á 19. öld og fjölgaði þá íbúum.

West Bromwich Albion er knattspyrnulið bæjarins.

Þekktir íbúar

  • K.K. Downing og Ian Hill – Meðlimir þungarokkssveitarinnar Judas Priest.
  • Phil Lynott – söngvari og bassaleikari Thin Lizzy fæddist þar.
  • Robert Plant – söngvari Led Zeppelin.

Heimild

Fyrirmynd greinarinnar var „West Bromwich“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 16. apríl. 2019.