Wrangell–St. Elias-þjóðgarðurinn og verndarsvæði
Wrangell–St. Elias-þjóðgarðurinn og verndarsvæði (enska: Wrangell–St. Elias National Park and Preserve) er þjóðgarður í suður-Alaska og var stofnaður árið 1980. Þjóðgarðurinn er sá stærsti í Bandaríkjunum og er 53.320 ferkílómetrar og er t.d. stærri en Sviss. Drjúgur hluti Saint Elias-fjalla er innan þjóðgarðsins en þar eru flest hæstu fjöll Bandaríkjanna og Kanada. Fjallið Mount St. Elias er 5489 metra hátt og er næsthæsta fjall bæði Bandaríkjanna og Kanada. Önnur fjallakerfi á svæðinu eru m.a. Wrangell-fjöll, þar er Mount Wrangell sem virkt eldfjall, og austurhluti Chugach-fjalla. Fjöllin hafa mynduðust við árekstur Norður-Ameríku og Kyrrahafsfleka. Um 60% jökla í Alaska má finna í þessum fjöllum.
Svæðinu er skipt í þjóðgarð (park), þar sem veiði er bönnuð nema fyrir frumbyggja og verndarsvæði (preserve) þar sem frístundaveiði er leyfð.
Wrangel-St. Elias þjóðgarðurinn á landamæri í austri að þjóðgarðinum Kluane National Park and Reserve í Júkon (Kanada) og Tongass þjóðskóginum í suðri.
Heimild
Fyrirmynd greinarinnar var „Wrangell–St. Elias National Park and Preserve“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 19. nóv. 2016.