Æsavöxtur
![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/4/42/Maurice_Tillet.png/220px-Maurice_Tillet.png)
Æsavöxtur (acromegaly) er sjúkdómur sem stafar af offramleiðslu vaxtarhormóns á fullorðinsárum. Offramleiðsla vaxtarhormóns á barnsaldri veldur því að barn vex of hratt og getur valdið risavexti. Ef slík offramleiðsla byrjar á fullorðinsárum verða hægfara breytingar þar sem hendur, fætur, nef, augabrúnir, eyra og haka vaxa, húðin dökknar og rödd verður rám. Sjúkdómurinn veldur truflun á starfsemi margra líffæra.
46 manns greindust með æsavöxt á Íslandi frá 1955-2011. Algengustu einkenni sjúkdómsins voru stækkun á höndum eða fótum og breytingar á andlitsfalli.
Oftast stafar offramleiðsla vaxtarhormóns af æxli í heiladingli. Meðferð á sjúkdómnum er skurðaðgerð, geislun á heiladingli eða lyfjameðferð.
Tilgátur eru uppi um að Þórarinn Nefjólfsson sögupersóna í Íslendingasögunum hafi þjáðst af æsavexti.
Heimildir
![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/4/4a/Commons-logo.svg/30px-Commons-logo.svg.png)