Frá innleiðingu undankeppnanna árið 2004, er Úkraína eina landið sem hefur alltaf komist áfram í aðalkeppnina. Úkraína er með samtals sjö topp-5 niðurstöður; Verka Serduchka (2007) og Ani Lorak (2008) í öðru sæti, Zlata Ognevich (2013) í þriðja sæti, Mika Newton (2011) í fjórða sæti og Go_A (2021) í fimmta sæti.
↑ 1,01,1Ef að land hefur unnið árið áður, þarf það ekki að keppa í undanúrslitunum árið eftir.
↑Samkvæmt þáverandi reglum Eurovision komust öll topp-10 löndin, ásamt „Stóru Fjóru“ löndunum, sjálfkrafa áfram í úrslit næstkomandi ár. Sem dæmi, ef Þýskaland og Frakkland væru innan topp-10 sætanna, fengju löndin í ellefta og tólfta sæti pláss í úrslitunum árið eftir með þeim löndum sem voru líka innan topp-10.