Þögul kvikmynd
Þögul kvikmynd er kvikmynd án hljóðs. Í flestum tilvikum er átt við kvikmyndir sem gerðar voru fyrir þriðja áratug 20. aldar en á þeim tíma var ekki til tækni til þess að skeyta saman hljóð og mynd. Þá var oft brugðið á það ráð að leika á hljóðfæri í kvikmyndasal á meðan kvikmyndin var sýnd. Enn í dag eru þó gerðar þöglar myndir af ýmsum ástæðum. Meðal meistara þöglu kvikmyndanna má nefna: Buster Keaton, Charlie Chaplin og Harold Lloyd.