1502
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1502 (MDII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
- Torfi Jónsson í Klofa lét drepa Lénharð „fógeta“ á Hrauni í Ölfusi.
- Benedikt Hersten lét af hirðstjórn á Íslandi.
Fædd
Dáin
- Sigmundur Steinþórsson prestur á Miklabæ og Breiðabólstað í Vesturhópi.
Erlendis


- 1. janúar - Portúgalskir landkönnuðir sigldu inn í Guanabraflóa í Brasilíu og héldu að hann væri fljót sem þeir nefndu Rio de Janeiro.
- 21. maí - Portúgalski sæfarinn João da Nova uppgötvaði Sankti Helenu.
- 13. september var stórorrustan við Smolinavatn í Líflandi. Þar sigraði þýska riddarareglan her Rússa undir stjórn Ívans 3. og stemmir stigu við útþennslu Rússlands í Eystrasaltslöndunum.
- Kristófer Kólumbus fór í fjórðu og síðustu ferð sína til Ameríku, kom þá til nokkurra Mið-Ameríkulanda og flutti með sér kakóbaunir til Evrópu.
- Vasco da Gama uppgötvaði Seychelles-eyjar í Indlandshafi í annarri Indlandsferð sinni.
- Montesúma 2. varð keisari Asteka.
- Englendingar, Frakkar og Portúgalir hófu fiskveiðar á Nýfundnalandsmiðum.
Fædd
- 1. janúar - Ugo Buoncompagni, seinna Gregoríus 13. páfi.
- 6. júní - Jóhann 3. konungur Portúgals.
- dags. ókunn - Miguel López de Legazpi fyrsti landstjóri Portúgala á Filippseyjum.
Dáin
- Arthúr, krónprins Englands og eldri bróðir Hinriks 8.