1601
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1601 (MDCI í rómverskum tölum) var fyrsta ár 17. aldar og hófst á mánudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en fimmtudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
- 8. febrúar - Robert Devereux, jarl af Essex, gerði misheppnaða tilraun til uppreisnar gegn Elísabetu 1.
- 25. febrúar - Robert Devereux hálshöggvinn fyrir drottinsvik.
- 25. febrúar - Tycho Brahe flutti með öll sín tæki í höll Curtiusar í Prag.
- 17. júní - Svíar biðu ósigur fyrir Pólsk-litháíska samveldinu í orrustunni við Koknese þar sem nú er Lettland.
- 17. júlí - Elísabet, dóttir Tycho Brahe, giftist aðalsmanninum Franz Tengnagel í Prag.
- 2. október - Umsátrið um Kinsale hófst á Írlandi. Ósigur Íra þar leiddi til þess að Elísabet 1. gat lagt allt Írland undir sig.
- 28. október - Rúdolf 2. keisari keypti öll stjörnuskoðunartæki Tycho Brahe af Kirsten ekkju hans.
Ódagsettir atburðir
- Jesúítamunkurinn Matteo Ricci fékk fyrstur Vesturlandabúa að koma inn í forboðnu borgina í Peking.
- Á Helsingjaeyri var sett upp málmsteypa sem steypti fallbyssur úr kirkjuklukkum.
- Veturinn 1601-1602 var nefndur lurkur eða þjófur á Íslandi.
Fædd
- Jón Magnússon þumlungur (d. 1696).
- 2. maí - Athanasius Kircher, þýskur fræðimaður (d. 1680).
- 17. ágúst - Pierre de Fermat, franskur stærðfræðingur (d. 1665).
- 22. ágúst - Georges de Scudéry, franskur rithöfundur (d. 1667).
- 27. september - Loðvík 13. Frakkakonungur (d. 1643).
Dáin
- 25. febrúar - Robert Devereux, jarl af Essex (f. 1566).
- 24. október - Tycho Brahe, danskur stjörnufræðingur (f. 1546).