1607
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1607 (MDCVII í rómverskum tölum) var ár sem hófst á mánudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu eða fimmtudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
Janúar
- 13. janúar - Genúabanki varð gjaldþrota eftir að spænska ríkið lýsti sig gjaldþrota.
- 19. janúar - Byggingu Kirkju heilags Ágústínusar lauk í Manila á Filippseyjum.
- 20. janúar - Flóð í Bristolsundi olli 2000 dauðsföllum í Englandi.
- 24. janúar - Friðrik 4. kjörfursti í Pfalz reisti virki gegnt Mannheim við Rínarfljót sem síðar varð borgin Ludwigshafen.
Febrúar
- 11. febrúar - Sigmundur Rakóczi var kjörinn Transylvaníufursti.
- 24. febrúar - Ópera Monteverdis, Orfeus, var frumflutt við hirð hertogans í Mantúu.
Mars
- 9. mars - Vasilíj Sjúiskíj afturkallaði réttindi bænda sem falski Dimítríj 2. hafði veitt þeim.
- 10. mars - Susenyos sigrar her Jakobs Eþíópíukeisara og biskupsins Petrosar 2. í Gojjam.
- 15. mars - Karl hertogi var krýndur í Uppsölum.
Apríl
- 4. apríl - Iskandar Muda varð soldán í Aceh.
- 10. apríl - Jakob 1. stofnaði tvö Virginíufélög, í London og Plymouth, með einkaleyfi á verslun við nýlendurnar í Nýja heiminum.
- 21. apríl - Páll 5. páfi samdi um frið við Feneyska lýðveldið fyrir milligöngu Hinriks 4. Frakkakonungs.
- 25. apríl - Hollenskur floti sigraði spænskan flota í orrustunni við Gíbraltar.
- 26. apríl - Fyrstu ensku landnemarnir komu á land við Cape Henry í Virginíu.
Maí
- 13. maí - Jamestown, fyrsti bær enskra landnema í Nýja heiminum, var stofnaður í Virginíu.
- 26. maí - Um 200 indíánar réðust á Jamestown, drápu tvo landnema og særðu tíu.
Júní
- 5. júní - Enski læknirinn John Hall og Susanna Shakespeare, dóttir leikskáldsins, gengu í hjónaband.
- Júní - Svíar náðu Weissenstein í Eistlandi aftur á sitt vald.
- Júní - Henry Hudson sá ströndina við Anmassalik en komst ekki að landi fyrir ís.
Júlí
- 6. júlí - Konungssinnar unnu sigur á uppreisnarmönnum í orrustunni við Guzów í Pólsk-litháíska samveldinu.
- 10. júlí - John Smith var leystur úr haldi í Jamestown og gerður að nýlenduráðsmanni.
- Júlí - Yfirráðum í Andorra var skipt milli Urgell-biskupsdæmis og Frakkakonungs með tilskipun Hinriks 4.
Ágúst
- 1. ágúst - Gatsi Rusere, konungur Mutapa (nú Simbabve) gerði samning við Portúgala.
- 13. ágúst - Enskir landnemar komu til Maine á skipinu Gift of God og stofnuðu þar skammlífa nýlendu í Fort St. George.
- 28. ágúst - Páll 5. páfi úrskurðaði að bæði molinismi jesúíta og tómismi dóminíkana rúmuðust innan kenninga kirkjunnar og bannaði um leið allar deilur um guðlega náð.
September
- 4. september - Jarlaflóttinn átti sér stað á Írlandi þegar Hugh O'Neill, jarl af Tyrone, og Rory 'Donnell, greifi af Tyrconnell, flúðu úr haldi Englendinga og komust frá Donegal til Frakklands.
- 10. september - Forseta Jamestown, Edward Maria Wingfield, var sagt upp og John Ratcliffe kosinn í hans stað.
- 16. september - Floti Mölturiddara og Flórensbúa rændi borgina Hippone á strönd Alsír til að hefna sjórána.
Október
- 10. október - Bolotnikovuppreisnin: Uppreisnarmenn gáfust upp í Tula. Sjúiskíj lét taka þá alla af lífi þrátt fyrir að hafa heitið þeim griðum.
- 14. október - Matthías er kjörinn Ungverjalandskonungur.
- 27. október - Halastjarna Halleys var sem næst sólu.
Nóvember
- 9. nóvember - Spænska ríkið varð gjaldþrota í þriðja sinn sem olli gjaldþroti Fugger-bankans í Englandi.
Desember
- 15. og 16. desember - Gísli Oddsson ritaði um halastjörnu sem síðar varð þekkt sem halastjarna Halleys.
Ódagsettir atburðir
- Samkvæmt konungsbréfi skyldi flýta málum á Alþingi og láta það standa svo lengi sem afgreiðsla þeirra tæki.
- Byggingu Rósenborgarhallar lauk.
- Bygging Aldinborgarkastala hófst.
- Fimm spunarokkar voru keyptir fyrir tukthúsið í Kaupmannahöfn.
- Magnus Brahe varð ríkismarskálkur í Svíþjóð.
- Bók um Ísland, Islandia, sive populorum et mirabilium quæ in ea insula reperiuntur accuratior descriptio eftir Dithmar Blefken, kom út í Leyden.
- Havana var gerð að höfuðstað spænsku nýlendunnar Kúbu.
- Fyrsta Biblíuþýðing á dönsku úr frumtexta kom út í Danmörku, Biblíuþýðing Resens.
Fædd
- 10. janúar - Isaac Jogues, franskur trúboði (d. 1646).
- 24. mars - Michiel de Ruyter, hollenskur flotaforingi (d. 1676).
- 12. júlí - Jean Petitot, svissneskur listmálari (d. 1691).
- 15. nóvember - Madeleine de Scudéry, franskur rithöfundur (d. 1701).
- 26. nóvember - John Harvard, enskur prestur (d. 1638).
Dáin
- 6. janúar - Guidobaldo del Monte, ítalskur vísindamaður (f. 1545).
- 11. mars - Giovanni Maria Nanino, ítalskt tónskáld (f. 1543 eða 1544).
- 7. júní - Johannes Matelart, flæmskt tónskáld (f. fyrir 1538).
- 30. júní - Cesare Baronio, ítalskur kardináli (f. 1538).
- 22. ágúst - Bartholomew Gosnold, enskur landkönnuður og sjóræningi (f. 1572).
- 9. september - Pomponne de Bellièvre, franskur embættismaður (f. 1529).
- 22. september - Alessandro Allori, ítalskur listamaður (f. 1535).
Tenglar
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist 1607.