3. öldin f.Kr.

Árþúsund: 1. árþúsundið f.Kr.
Aldir: 4. öldin f.Kr. · 3. öldin f.Kr. · 2. öldin f.Kr.
Áratugir:

300–291 f.Kr. · 290–281 f.Kr. · 280–271 f.Kr. · 270–261 f.Kr. · 260–251 f.Kr.
250–241 f.Kr. · 240–231 f.Kr. · 230–221 f.Kr. · 220–211 f.Kr. · 210–201 f.Kr.

Flokkar: Fædd · Dáin · Stofnað · Lagt niður
Súlnahöfuð kennt við Ashoka mikla frá Sarnath á Indlandi.

3. öldin fyrir Krists burð eða 3. öldin fyrir okkar tímatal er tímabilið frá byrjun ársins 300 f.Kr. til enda ársins 201 f.Kr.

Í upphafi þessarar aldar ríkti ákveðið valdajafnvægi milli hellenísku ríkjanna austan megin í Miðjarðarhafi og verslunarveldisins Karþagó í vestri. Þetta jafnvægi var rofið þegar Rómverska lýðveldið hóf stríð gegn Karþagó. Næstu áratugi vann Rómaveldi sigur í fyrsta og öðru púnverska stríðinu og varð öflugasta ríkið í vesturhluta Miðjarðarhafs.

Austan megin börðust Selevkídaríkið og Ptólemajaveldið, tveir arftakar heimsveldis Alexanders mikla, um yfirráð yfir botnalöndum. Í Grikklandi varð Demetríos 1. konungur yfir Makedóníu. Ætt hans ríkti yfir landinu fram að fyrsta makedónska stríðinu gegn Rómaveldi undir lok aldarinnar. Makedónía beið líka ósigur gegn Ródos og bandamönnum þess í stríðinu um Krít.

Á Indlandi ríktið Mauryaveldið yfir stærstum hluta Indlandsskaga, allt frá Selevkíu í vestri að ósum Gangesfljóts í austri, og frá Himalajafjöllum í norðri að Andhra í suðri. Sunnan við það, í Tamilakam, stóðu Pandyaveldið, Chola-veldið og Cera-veldið.

Í Kína stóð tími hinna stríðandi ríkja yfir á þessari öld, þar til Qin Shi Huang lagði önnur ríki Kína undir sig og stofnaði hið skammlífa Tsjinveldi. Nokkrum árum síðar var Hanveldið stofnað sem ríkti yfir Kína næstu fjórar aldirnar, eftir skammlíft átakatímabil milli stofnanda Han, Liu Bang, og uppreisnarforingjans Xiang Yu.

Í Kóreu stóð frumsögulega tímabilið á þessum tíma og landið var undir stjórn Gojoseon-ríkisins. Xiongnu-menn ríktu yfir Mongólíu og sigruðu Hankínverja í orrustunni við Baideng árið 200 f.Kr. Frá þessum tíma er menning Eftir-Olmeka í Mið-Ameríku.

Ár 3. aldar f.Kr.