Fyrsta púnverska stríðið

[breyta]
Púnversku stríðin
1. púnverska stríðið
2. púnverska stríðið
3. púnverska stríðið

Fyrsta púnverska stríðið (264 f.Kr. – 241 f.Kr.) var stríð milli Rómverja og Karþagómanna. Stríðið var háð bæði á landi og sjó, á Sikiley og í skattlandinu Afríku og á Miðjarðarhafi. Stríðið var báðum þjóðum dýrkeypt en Rómverjar höfðu sigur og lögðu undir sig Sikiley. Í kjölfar stríðsins átti Karþagó erfitt með að verja áhrifasvæði sín og gátu Rómverjar sölsað undir sig eyjurnar Sardiníu og Korsíku nokkrum árum síðar þegar Karþagó átti í fullu fangi með að berja niður uppreisn ósáttra málaliða.

Fyrsta púnverska stríðið markaði upphaf sex áratuga langs útþenslutímabils í Rómaveldi þar sem Rómverjar urðu valdamesta þjóðin við Miðjarðarhafið. Sigur Rómaveldis var ögurstund sem leiddi til þess að menningararfleifð Miðjarðarhafsþjóða fornaldar var miðlað til nútímans í gegnum Evrópu fremur en Afríku.


  Þessi fornfræðigrein sem tengist sögu er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.