461
Árþúsund: | 1. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: |
|
Ár: |
Árið 461 (CDLXI í rómverskum tölum)
Atburðir
- 2. ágúst - Majoríanus, keisari Vestrómverska ríkisins, er handtekinn af germanska hershöfðingjanum Ricimer. Þann 7. ágúst, eftir að hafa verið pyntaður, er Majoríanus tekinn af lífi. Ricimer er á þessum tíma æðsti yfirmaður vestrómverska hersins (magister militum) og verður við dauða Majoríanusar valdamesti maður ríkisins.
- 10. nóvember - Leó 1. páfi deyr í Róm eftir 21 árs setu á páfastóli. Hilarius tekur við af honum.
- 19. nóvember - Libíus Severus, rómverskur öldungaráðsmaður, er skipaður keisari Vestrómverska ríkisins af Ricimer. Ricimer er hinn raunverulegi stjórnandi ríkisins alla valdatíð Severusar.
- Aegidíus, rómverskur herforingi, neitar að viðurkenna vald Libíusar Severusar og stjórnar svæði í norður-Gallíu í eigin nafni.
- Vestgotar hertaka Septimaníu, í suður Gallíu, eftir dauða Majoríanusar. Í kjölfarið gera Vestgotarnir svo innrás í Hispaníu.
Fædd
Dáin
- Leó 1. páfi.
- Majoríanus, vestrómverskur keisari.
- Heilagur Patrekur, verndardýrlingur Írlands (áætluð dagsetning).