Angurmannaland
![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/3/3d/%C3%85ngermanland.svg/230px-%C3%85ngermanland.svg.png)
![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/7/75/%C3%85ngermanland_vapen.svg/230px-%C3%85ngermanland_vapen.svg.png)
Angurmannaland (sænska: Ångermanland) er hérað í norðurhluta Svíþjóðar. Það liggur að Lapplandi, Vesturbotni, Helsingjabotni, Medelpad og Jamtalandi. Angurmannaland heyrir til landshlutanum Norðurlandi. Heitið á rætur sínar að rekja til fornsænska orðsins anger sem þýddi „fjörður“.
Flatarmál Angurmannalands er 19.800 km² en um það bil 1.000 km² þar af er vatn. Það er sjötta stærsta hérað Svíþjóðar.