Lappland (Svíþjóð)
- Lappland er einnig í Finnlandi.
Lappland er nyrsta hérað Svíþjóðar. Það er nær 110.000 ferkílómetrar og eru íbúar um 91.000 (2017). Námuvinnsla, timburvinnsla og vatnsorka eru mikilvægar atvinnugreinar. Stærstu þéttbýlisstaðirnir eru Kiruna og Gällivare.
Fjallendi og vernduð svæði eru í Lapplandi eins og Sarek-þjóðgarðurinn og Vindelfjällen friðlandið. Kebnekaise er hæsta fjall Svíþjóðar.