Austurför Kýrosar
Þessi grein fjallar um rit eftir Xenofon |
Sagnfræðileg verk og ævisögur: |
Austurför Kýrosar |
Menntun Kýrosar |
Grikklandssaga |
Agesilás |
Rit um Sókrates: |
Minningar um Sókrates |
Hagstjórnin |
Samdrykkjan |
Varnarræða Sókratesar |
Híeron |
Styttri rit: |
Um reiðmennsku |
Riddaraliðsforinginn |
Um veiðar með hundum |
Leiðir og aðferðir |
Stjórnskipan Spörtu |
Ranglega eignað Xenofoni: |
Stjórnskipan Aþenu |
Austurför Kýrosar (forngrísku: Aνάβασις, latínu: Anabasis) er frægasta rit forngríska rithöfundarins Xenofons. Ferðalagið sem hún lýsir er jafnfram þekktasta afreksverk hans.
Í Persaveldi slógust bræðurnir Kýros yngri og Astaxerxes II um völdin. Kýros ætlaði sér að ná völdum af Artaxerxesi og réð tíu þúsund gríska málaliða í þeim tilgangi. Xenofon var með þeim í för. Í orrustunni við Kunxa höfðu Grikkirnir betur en Kýros lét lífið. Grísku málaliðarnir höfðu því enga ástæðu til þess að dvelja í Persaveldi lengur. Flestir herforingjar Grikkja létu lífið, þ.á m. spartverski herforinginn Klearkos. Xenofon átti mikinn þátt í því að sannfæra Grikkina um að halda í norður í átt að Svartahafi. Grikkir urðu oft að berjast á leiðinni en náðu að endingu að ströndum Svartahafs við mikinn fögnuð hermannanna sem hrópuðu θαλασσα, θαλασσα („hafið, hafið!“) Hafið merkti að þeir gætu loks komist heim til Grikklands.
Austurför Kýrosar kom út á íslensku árið 1867 í þýðingu Halldórs Kr. Friðrikssonar og Gísla Magnússonar.
Tenglar