Bátaverslun

Bátaverslun er sérverslun með vörur og búnað fyrir skip og báta. Bátaverslanir eru stundum hluti af stærri skipaþjónustu sem sér stærri skipum fyrir þjónustu og birgðum. Bátaverslanir eru gjarnan staðsettar í og við hafnir og eru mikilvægur hluti af þjónustu sem skip geta sótt sér í hafnarborgum.