B1-vítamín

Þíamín (C12H17N4OS)

B1-vítamín eða þíamín er eitt B-vítamínanna. Það örvar blóðrásina og er nauðsynlegt fyrir starfsemi taugakerfisins. Einnig er það gott fyrir uppbyggingu vöðva og hefur góð áhrif á heilastarfsemina. Það tekur þátt í efnaskiptum kolvetna og er einnig mikilvægt fyrir meltingu próteina og fitu.

B1-vítamín er helst að finna í aspas, brokkolí, hnetum, plómum, haframjöli, hveitiklíði og mörgum kornvörum.

Heitið -þíamín var búið til úr orðunum -amín sem er almenn tilvísun í kolvetni (sbr. amóníak) og frá gríska orðinu fyrir brennistein -theion, en auk frumefnanna kols, brennisteins og vetnis er að finna í b1-vítamíni súrefni og nítur.