Barbaríið
Barbaríið var hugtak sem Evrópubúar frá 16. - 19. öld notuðu yfir strandhéruð þess lands, þar sem í dag eru ríkin Marokkó, Alsír, Túnis og Líbýa, allt fram á 19. öld. Nafnið er dregið af heiti Berba, íbúa Norður-Afríku. Enska hugtakið "Barbary" (og önnur afbrigði: Barbaria, Berbérie, o.fl.) átti við um öll lönd Berba, þar með talin héruð langt inni í landi. Þetta er greinilegt í landafræðilegum og pólitískum kortum sem gefin voru út frá 17. og fram á 20. öld. Nafnið er einkum notað í tengslum við þrælasölu og sjórán sem barbarískir sjóræningar og barbarískir þrælasalar stunduðu frá strönd Norður-Afríku. Þeir réðust á skip og byggð svæði við Miðjarðarhafið og Norður-Atlantshafið og tóku til fanga og seldu þræla eða vörur frá Evrópu, Ameríku og Afríku sunnan Sahara. Þrælarnir og vörurnar voru seld um allt Ottómanaveldið eða til Evrópubúa sjálfra.