Norður-Afríka

Norður-Afríka
Norður-Afríka

Norður-Afríka (áður fyrr stundum nefnt Serkland) er norðurhluti Afríku sem markast af Atlantshafinu í vestri, Miðjarðarhafi í norðri, Rauðahafinu í austri og Sahara í suðri. Venjulega eru eftirfarandi lönd talin til Norður-Afríku:

Að auki eru Asóreyjar, Kanaríeyjar, Madeira, Eritrea og Eþíópía oft talin til Norður-Afríku.

Til Norðvestur-Afríku (eða Magreb) teljast Marokkó, Alsír, Túnis og Líbýa. Strandhéruð þessara ríkja voru kölluð Barbaríið af Evrópubúum fram á 19. öld.

Líbía og Egyptaland eru oft talin til Miðausturlanda. Sínaí-skagi, sem er hluti Egyptalands, er auk þess talinn til Asíu, fremur en Afríku.

  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.