Blýeitrun
Blýeitrun er eitrun sem stafar af of miklu blýi í líkamanum. Eitrunin getur stafað af blýgufum sem menn anda að sér eða borist inn í líkamann með fæðu. Blýeitrun er mjög hættuleg þar sem líkaminn getur ekki losað sig við málminn. Magn blýs í líkamanum eykst því stöðugt. Fóstur og börn undir sex ára aldri eru sérlega næm fyrir blýeitrun. Talið er að sjötta hvert barn innan sex ára aldurs í Bandaríkjunum sé með of hátt blýmagn í líkama sínum.
Sumstaðar eru nautgripir og önnur húsdýr, sem ganga á beit meðfram fjölförnum þjóðvegum í hættu af að fá blýeitrun vegna útblásturs þeirra bíla, sem framhjá fara.