Blaise Pascal
Blaise Pascal (19. júní 1623 — 19. ágúst 1662) var franskur stærðfræðingur, eðlisfræðingur og trúaður heimspekingur.
Hann var undrabarn og sýndi ungur að aldri fram á mikla stærðfræðihæfileika. Hann hlaut menntun hjá föður sínum, sem hélt honum þó frá stærðfræði eins og hann gat til þess að ýta undir önnur áhugasvið.
Sextán ára gamall gerði Pascal merkilega uppgötvun um keilusnið, en átján ára hannaði hann reiknivél sem hann byggði og seldi. Pascal, ásamt Pierre de Fermat, lagði grunninn að nútíma líkindafræði, en í því verki gerði hann ýmsar uppgötvannir varðandi það sem í dag er þekkt sem Pascalsþríhyrningurinn.
Árið 1654 hætti Pascal stærðfræðilegum rannsóknum eftir trúarlega upplifun og helgaði sig eftir það guðfræði. Hann heimsótti aðeins heim stærðfræðinnar einu sinni eftir það: Eina nóttina var hann með mikla tannpínu, og leitaði hann náðar í vangaveltum um hjólferla. Við það hjaðnaði verkurinn, og hann tók því sem guðdómlegt tákn um ágæti stærðfræðinnar. SI-mælieining þrýstings, paskal er nefnd eftir honum.
Hann var fremur heilsulítill alla ævi og lést hann tveimur mánuðum eftir 39. afmælið sitt.
Ritverk
- Essai pour les coniques (1639)
- Experiences nouvelles touchant le vide (1647)
- Traité du triangle arithmétique (1653)
- Lettres provinciales (1656–1657)
- De l'Esprit géométrique (1657 eða 1658)
- Écrit sur la signature du formulaire (1661)
- Pensées (ólokið þegar hann lést)
Tengt efni
- Pascalsþríhyrningur
- Veðmál Pascals
- Setning Pascals
- Lögmál Pascals
- Pascal (mælieining)
- Pascal forritunarmálið
Heimildir
- Sambærileg grein á ensku útgáfu Wikipedia.
- Discrete Mathematics and It's Applications, Kenneth H. Rosen, ISBN 0-07-123374-1.