Bolton Wanderers er knattspyrnulið frá Bolton sem spilar í League One. Liðið hefur áður verið í ensku úrvalsdeildinni og ensku efstu deildinni og náð bestum árangri í 3. sæti. Liðið hefur unnið FA-bikarinn fjórum sinnum. Síðast vann það Papa Johns-bikarinn 2023 í keppni liða í 3. og 4. deild.