Colt's Manufacturing Company
Colt's Manufacturing Company er bandarískur skotvopnaframleiðandi sem á rætur í fyrirtækjum sem Samuel Colt stofnaði á öndverðri 19. öld, það fyrsta árið 1836. Hönnun Colts átti stóran þátt í vinsældum sexhleypunnar í Bandaríkjunum á 19. öld. Þekktustu skotvopn Colt eru sexhleypurnar Walker Colt, Colt Single Action Army og Colt Python, hálfsjálfvirka skammbyssan Colt M1911 og hálfsjálfvirki árásarriffillinn M16.