Bandaríkin

Bandaríkin
United States of America (USA)
Fáni Bandaríkjanna Skjaldarmerki Bandaríkjanna
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
In God We Trust (enska)
Vér treystum á Guð
Þjóðsöngur:
The Star-Spangled Banner
Staðsetning Bandaríkjanna
Höfuðborg Washington, D.C.
Opinbert tungumál enska
Stjórnarfar Sambandslýðveldi, forsetaræði

Forseti Joe Biden
Varaforseti Kamala Harris
Þingforseti fulltrúadeildar Mike Johnson
Forseti Hæstaréttar John G. Roberts
Sjálfstæði frá Bretlandi
 • Yfirlýst 4. júlí 1776 
 • Viðurkennt 3. september 1783 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
3. sæti
9.796.520 km²
4,66
Mannfjöldi
 • Samtals (2021)
 • Þéttleiki byggðar
3. sæti
333,287,557
33,6/km²
VLF (KMJ) áætl. 2022
 • Samtals 25.035 millj. dala (1. sæti)
 • Á mann 75.180 dalir (7. sæti)
VÞL (2021) 0.921 (21. sæti)
Gjaldmiðill Bandaríkjadalur
Tímabelti UTC-4 til -12
Sumartími: UTC-4 til -10
Þjóðarlén .us
Landsnúmer +1

Bandaríkin (eða Bandaríki Norður-Ameríku, skammstafað BNA) eru sambandslýðveldi sem er næststærsta ríki Norður-Ameríkuflatarmáli (9,83 milljónir km²) og jafnframt það fjölmennasta með yfir 333 milljónir íbúa (árið 2021). Þau eru ennfremur fjórða stærsta land heims og það þriðja fjölmennasta. Þau teygja sig milli Atlantshafs og Kyrrahafs og eiga landamæri að Kanada í norðri og Mexíkó í suðri. Bandaríkin samanstanda af 50 fylkjum sem njóta nokkurs sjálfræðis í eigin efnum og hafa eigin löggjöf sem þó má ekki stangast á við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Auk sambandsríkjanna hafa Bandaríkin lögsögu yfir ýmsum hjálendum víða um heim.

Bandaríkin rekja uppruna sinn til sjálfstæðisyfirlýsingarinnar frá 4. júlí 1776 þegar þrettán breskar nýlendur lýstu yfir eigin frelsi og sjálfstæði frá Breska heimsveldinu. Nýlendurnar höfðu betur í Frelsisstríði Bandaríkjanna en það var fyrsta nýlendustríðið þar sem nýlendan hafði betur en herraþjóðin. Nýlendurnar samþykktu sameiginlega stjórnarskrá í Philadelphiu þann 17. september 1787. Stjórnarskráin gerði nýlendurnar þrettán að einu lýðveldi.

Á 20. öldinni tóku Bandaríkin forystu í heiminum hvað varðar efnahagsleg, pólitísk, hernaðarleg og menningarleg áhrif. Bandaríska hagkerfið er það stærsta í heimi en verg landsframleiðsla Bandaríkjanna árið 2006 var 13 billjónir bandaríkjadala, það er að segja um það bil fjórðungur af vergri landframleiðslu alls heimsins. Evrópusambandið er stærra hagkerfi en Bandaríkin en er ekki ein þjóð.

Heiti

Á ensku nefnast Bandaríkin the United States of America, skammstafað USA eða U.S.A., eða the United States, skammstafað US eða U.S. Áður fyrr var heitið í fleirtölu, en nú er algengast að fara með það eins og það væri eintöluorð. Á ensku er sömuleiðis algengt að nota orðin America („Ameríka“) og American („Ameríkani“) sem samheiti yfir Bandaríkin og Bandaríkjamenn, þótt það geti líka átt við önnur lönd Ameríku.[1]

Elsta dæmið um notkun heitisins „Bandaríki Ameríku“ (the United States of America) er í bréfi sem Stephen Moylan skrifaði Joseph Reed sem var aðstoðarmaður George Washington 2. janúar 1776, þar sem Moylan óskaði eftir því að fá fullt umboð Bandaríkja Ameríku á Spáni til að óska eftir aðstoð í Frelsisstríðinu. [2][3][4] Elsta dæmið um þetta heiti á prenti er í dagblaðinu The Virginia Gazette 6. apríl 1776.[5]

Í öðru uppkastinu að Sambandsgreinunum sem John Dickinson skrifaði og lauk við ekki síðar en 17. júní 1776 stendur að nafn sambandsins skuli vera Bandaríki Ameríku.[6] Í júní sama ár skrifaði Thomas Jefferson orðin „Bandaríki Ameríku“ (The United States of America) með hástöfum efst á upprunalegt uppkast að Sjálfstæðisyfirlýsingunni.[6] Ekki er ljóst hvort það var eftir að Dickinson hafði skrifað sitt uppkast, eða áður.[6]

Á íslensku heitir ríkið Bandaríkin (fleirtala með greini), en líka er algengt að nota lengra heitið „Bandaríki Norður-Ameríku“ og skammstöfunina BNA eða B.N.A. Orðin „bandarískur“ og „Bandaríkjamaður“ eru dregin af því. Til eru dæmi um notkun heitisins „Bandaríki Ameríku“ og samkvæmt ríkjaheitalista Árnastofnunar er það eina samheitið sem gefið er upp við „Bandaríkin“.[7] „Bandaríki Norður-Ameríku“ er hins vegar miklu mun algengari orðmynd á íslensku, hugsanlega vegna þess að hún er þreföld líkt og United States of America. Heitið „Ameríkani“ og óformlega styttingin „Kani“ er stundum notað á íslensku yfir Bandaríkjamenn.

Saga

Forsaga og frumbyggjar

Fyrstu íbúar Norður-Ameríku komu frá Asíu fyrir um það bil 12 þúsund árum yfir Bering-landbrúna, þar sem nú er Beringssund á milli Síberíu og Alaska. Áætlað er að á bilinu tvær til níu milljónir frumbyggja (indíána) hafi búið á því svæði sem nú er Bandaríkin, þegar Evrópubúar komu þangað fyrst. Evrópubúarnir báru með sér sjúkdóma á borð við bólusótt, sem frumbyggjarnir höfðu ekki kynnst áður og höfðu enga mótstöðu gegn; þeim fækkaði því mjög upp frá því. Þróuðustu samfélög þessara frumbyggja var að finna meðal Anazasi-þjóðarinnar í suðvestri og Woodland-indíánanna, sem byggðu Cahokia, borg sem stóð nálægt þeim stað þar sem nú er St. Louis; þar bjuggu 40.000 manns þegar mest var í kringum 1200 f.Kr.

Landnám Evrópumanna

Norrænir menn komu til Norður-Ameríku í kringum árið 1000 e.Kr. en þeir settust ekki að til frambúðar. Það var ekki fyrr en með leiðöngrum Kristófers Kólumbusar árið 1492 sem Evrópumenn fóru að senda þangað könnunarleiðangra og landnema.

Á 16. og 17. öld settust Spánverjar að í núverandi Suðvesturríkjum Bandaríkjanna og Flórída þar sem þeir stofnuðu borgirnar St. Augustine 1565 og Santa Fe (í núverandi Nýju-Mexíkó) árið 1607. Fyrsta varanlega byggð Englendinga var Jamestown í Virginíu, einnig árið 1607. Á næstu áratugum stofnuðu Hollendingar einnig nokkrar landnemabyggðir á austurströndinni, þar á meðal Nýju Amsterdam, sem seinna varð að New York. Svíar höfðu einnig hug á landnámi í Ameríku og stofnuðu Fort Christina árið 1637 en misstu þá byggð til Hollendinga 1655.

Þá hófst umfangsmikið landnám Breta á austurströndinni. Landnemarnir voru að mestu látnir afskiptalausir af móðurlandinu fyrst um sinn eða fram að sigri Breta í Frakka- og indíánastríðinu en niðurstaða þess varð sú, að Frakkar gáfu eftir Kanada og svæðið í kringum Vötnin miklu. Þá fóru Bretar að innheimta skatta af 13 nýlendum sínum vestanhafs. Þetta þótti mörgum íbúum nýlendnanna ósanngjarnt þar sem þeim var neitað um að hafa málsvara í breska þinginu. Spennan á milli Breta og landnemanna jókst þangað til að út braust stríð, Frelsisstríð Bandaríkjanna, sem stóð frá 1776 til 1783.

Frá sjálfstæðisbaráttu til borgarastríðs

George Washington, fyrsti forseti Bandaríkjanna.

Árið 1776 klufu hinar þrettán nýlendur sig frá Bretlandi og stofnuðu Bandaríkin, fyrsta sambandslýðveldi heimsins, með útgáfu Sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna. Upphaflega var um að ræða laustengt bandalag sjálfstæðra ríkja. Miklar deilur spruttu á milli þeirra sem vildu halda því þannig og þeirra sem vildu sjá sterkari alríkisstjórn. Hinir síðarnefndu höfðu sigur með Stjórnarskrá Bandaríkjanna sem tók gildi árið 1789.

Mikill skortur á vinnuafli háði hinu nýja landi frá upphafi og víða nýttu menn sér þrælahald innfluttra Afríkubúa sem ódýrt vinnuafl, sérstaklega í suðurríkjunum. Um miðja 19. öld hafði myndast djúp gjá á milli norðurs og suðurs hvað varðaði réttindi ríkja og útvíkkun þrælahalds. Norðurríkin voru mótfallin þrælahaldi en suðurríkin álitu það nauðsynlegt og vildu taka það upp á þeim svæðum sem ekki tilheyrðu neinu ríki enn. Ágreiningurinn leiddi að lokum til þess að sjö suðurríki sögðu sig úr Bandaríkjunum og stofnuðu Sambandsríki Ameríku. Þau ríki sem eftir voru innan Bandaríkjanna gátu ekki sætt sig við það og borgarastyrjöld, hið svokallaða Þrælastríð, braust út. Fjögur ríki til viðbótar gengu til liðs við Suðurríkin eftir að stríðið hófst. Meðan á því stóð gaf Abraham Lincoln út yfirlýsingu þess efnis að gefa skyldi öllum þrælum í Suðurríkjunum frelsi en því var ekki að fullu hrint í framkvæmd fyrr en eftir sigur norðanmanna 1865, upplausn Suðurríkjasambandsins og gildistöku þrettánda viðauka stjórnarskrárinnar. Borgarastríðið útkljáði þá spurningu hvort einstökum ríkjum væri heimilt að segja sig úr Bandaríkjunum og er það einnig álitið vera sá punktur í sögunni þar sem völd alríkisstjórnarinnar urðu víðtækari en völd fylkjanna.

Frá borgarastríði til nútímans

Á 19. öld bættust mörg ný fylki við hin þrettán upphaflegu eftir því sem landið stækkaði til vesturs. Í byrjun 19. aldar börðust Bandaríkjamenn og Kanadabúar við Breta, fyrrverandi nýlenduherra sína, í Stríðinu 1812. Þegar Texas var innlimað í Bandaríkin árið 1845 eftir að hafa verið sjálfstætt ríki í tíu ár, olli það ólgu á meðal ráðamanna í Mexíkó. Í kjölfarið brast á stríð á milli landanna sem stóð yfir frá 1846 til 1848. Þessu stríði lauk formlega með friðarsamningi, sem kenndur er við Guadalupe Hidalgo og urðu mexíkósk stjórnvöld að afsala sér stórum hluta yfirráðasvæðis síns, nánar tiltekið ríkjunum í norðri. Þessi innlimun landsvæða í Bandaríkin, hin svokölluðu Suðvesturríki, eru Kalifornía, Nevada og Utah auk stórra landsvæða sem falla undir Nýju-Mexíkó, Colorado, Arizona og Wyoming. Vaxandi fólksfjöldi í austrinu og sívaxandi straumur innflytjenda frá Evrópu hvatti landnema til þess að leita vestur og ryðja hinum amerísku indíánum úr vegi í leiðinni. Á sumum svæðum hafði fjöldi þeirra dregist mjög saman vegna sjúkdóma en á öðrum svæðum voru þeir fluttir til með valdi. Útþensla Bandaríkjanna átti sér ekki aðeins stað á meginlandi Norður-Ameríku heldur komust þau yfir Púertó Ríkó, Gvam og Filippseyjar með sigri í Spænsk-bandaríska stríðinu. Filipseyjar hlutu sjálfstæði árið 1946.

Einkatölvan var fundin upp í Bandaríkjunum.

Á þessu tímabili urðu Bandaríkin einnig leiðandi iðnveldi í heiminum. En í kjölfar iðnbyltingarinnar hafði England verið stærsta iðnveldið. Sú þróun hélt áfram á 20. öldinni, árið 1914, við upphaf fyrri heimsstyrjaldarinnar var efnahagur Bandaríkjanna sá stærsti í heiminum og átti enn eftir að vaxa. Þar var gnægt náttúruauðlinda, fjárfesting í atvinnulífinu var mikil, fólksfjölgun var mikil vegna Vesturferða, og framleiðni einnig mikil. Mestur iðnaður var í Norð-Austurhluta Bandaríkjanna en í Suðurhlutanum var landbúnaður meira áberandi. Bandaríkin urðu á þessum tíma vagga nýsköpunar og tækniþróunar; síminn, sjónvarpið, tölvan, internetið, kjarnorka, flugvélin og geimferðir eru allt tækninýjungar sem voru fundnar upp eða verulega endurbættar í Bandaríkjunum.

Kreppan mikla reið yfir Bandaríkin á árunum 1929 til 1941 og var mikið áfall. Að auki tók landið þátt í bæði fyrri og seinni heimsstyrjöldinni með Bandamönnum í bæði skiptin. Í seinna stríðinu urðu Bandaríkin fyrsta og eina þjóðin til þess að hafa beitt kjarnorkuvopnum í stríði. Eftir stríðið stóðu Bandaríkin og Sovétríkin eftir sem einu risaveldi heimsins og háðu hið hugmyndafræðilega „Kalda stríð“ og skiptu heiminum niður í áhrifasvæði. Í Víetnam og Kóreu voru þó háð „heit stríð“ á sömu forsendu — að berjast gegn útbreiðslu kommúnisma.

Eftir fall Sovétríkjanna stóðu Bandaríkin eftir sem eina risaveldi heimsins með efnahagslega og hernaðarlega yfirburði. Síðan þá hafa þau verið virk í hernaðarinnrásum og friðargæslu um víða veröld, þar á meðal í Kósóvó, Haítí, Sómalíu og Líberíu og í Persaflóastríðinu 1991. Eftir árásirnar á World Trade Center og Pentagon þann 11. september árið 2001 var hrundið af stað svokölluðu „stríði gegn hryðjuverkum“ en á grundvelli þess var ráðist inn í Afganistan og Írak.

Landfræði

Hæðarkort af fylkjum Bandaríkjanna.
Skóglendi í Bandaríkjunum árið 2011

Bandaríkin eru þriðja eða fjórða stærsta land heims miðað við heildarflatarmál. Rússland og Kanada eru stærri en það veltur á skilgreiningu hvort Kína sé það einnig. 48 fylki Bandaríkjanna eru samtengd en tvö nýjustu fylkin eru staðsett nokkuð langt frá hinum. Það eru Alaska sem liggur að Kanada í vestri og Hawaii sem er eyjaklasi í suðvesturátt af meginlandi Bandaríkjanna.

Landsvæði Bandaríkjanna er afar fjölbreytt. Á austurströndinni eru stórar sléttur og sumargrænir skógar sem ná langt inn í land. Appalachiafjöllin skilja austurstöndina frá Vötnunum miklu og gresjunum í Miðvestrinu. Mississippi- og Missourifljót mynda saman fjórða lengsta fljótakerfi heims en þau renna að mestu frá norðri til suðurs í gegn um mitt landið. Slétturnar miklu teygja sig til vesturs þar til Klettafjöll taka við. Klettafjöllin eru fjallgarður sem nær suður til Nýju-Mexíkó og stendur hæst í um 4.300 m (14.000 fet) í Colorado. Á vesturströndinni er að finna háa fjallgarða en einnig eyðimerkur á borð við Mojave-eyðimörkina. Hæsti tindur Bandaríkjanna (og Norður-Ameríku) er Denali í Alaska en hann er 6.194 m. Virk eldfjöll er að finna í Alaska, Hawaii og Washingtonfylki. Í Yellowstone-þjóðgarðinum er gríðarstór megineldstöð sem er sú stærsta í Norður-Ameríku. En 59 svæði hafa verið sett í flokk þjóðgarða í Bandaríkjunum

Þriðjungur Bandaríkjanna er skógi vaxinn. Þetta er svipað hlutfall og var árið 1920 en 2/3 þeirra skóga sem voru um 1600.[8]

Stjórnmál

Bandaríska þinghúsið þar sem Bandaríkjaþing kemur saman: Öldungadeild Bandaríkjanna til vinstri, og Fulltrúadeild Bandaríkjaþings til hægri.
Hvíta húsið er aðsetur Bandaríkjaforseta.
Hæstiréttur Bandaríkjanna er æðsti dómstóll landsins.

Bandaríkin eru sambandsríki 50 fylkja, auk alríkisumdæmisins Columbia, fimm yfirráðasvæða og nokkurra óbyggðra eyja.[9][10][11] Bandaríkin eru elsta sambandsríki heims. Þau eru sambandslýðveldi sem býr við fulltrúalýðræði þar sem vald meirihlutans er takmarkað af vernd réttinda minnihlutans sem er tryggð með lögum.[12] Í bandaríska sambandskerfinu deilist fullveldi landsins á tvö stjórnsýslustig: alríkisstig og fylkisstig. Innan hvers fylkis eru svo sýslur og sveitastjórnir. Yfirráðasvæði Bandaríkjanna heyra undir alríkisstjórnina.

Stjórnarskrá Bandaríkjanna er æðsta lagaheimild landsins. Þar er kveðið á um stjórnskipan, ábyrgð alríkisstjórnarinnar og samband hennar við fylkisstjórnirnar. Stjórnarskránni hefur verið breytt 27 sinnum[13] Fyrstu 10 breytingarnar (Réttindaskrá Bandaríkjanna) og fjórtánda breytingin mynda grundvöll einstaklingsréttinda Bandaríkjamanna. Öll lög og reglugerðir heyra undir eftirlit dómstóla, og hægt er að fella öll lög úr gildi ef dómstólar ákveða að þau stangist á við stjórnarskrána. Þessi regla um eftirlit dómstóla er ekki í stjórnarskránni, en var staðfest af hæstarétti í málinu Marbury gegn Madison árið 1803.[14]

Bandaríkin hafa búið við tveggja flokka kerfi lengst af í sögu sinni.[15] Í bandarískri stjórnmálamenningu er litið svo á að mið-hægriflokkurinn Repúblikanaflokkurinníhaldssamur og mið-vinstriflokkurinn Demókrataflokkurinnfrjálslyndur.[16][17] Bandarísk stjórnsýsla féll úr 69. sæti í það 76. á spillingarvísitölu Transparency International árið 2019.[18] Árið 2021 voru Bandaríkin í 26. sæti á lýðræðisvísitölunni og var lýst sem „gölluðu lýðræði.[19]

Stjórnsýslueiningar

Fylki Bandaríkjanna eru:

Efnahagslíf

see caption
Bandaríkjadalur (með mynd af George Washington) er mest notaði gjaldmiðill í alþjóðaviðskiptum og algengasti forðagjaldmiðill heims.[20]
Kauphöllin í New York á Wall Street er stærsta kauphöll heims miðað við markaðsverðmæti skráðra félaga.[21]

Samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum er verg landsframleiðsla Bandaríkjanna miðað við nafnvirði 22,7 billjón dalir, sem er 24% af heimsframleiðslunni að markaðsvirði og 16% heimsframleiðslunnar miðað við kaupmáttarjöfnuð.[22][23] Milli 1983 og 2008 var raunhagvöxtur í Bandaríkjunum 3,3%, samanborið við 2,3% veginn hagvöxt í hinum G7-ríkjunum.[24] Landið er í fimmta sæti yfir lönd eftir landsframleiðslu á mann miðað við nafnvirði[25] og í sjöunda sæti með kaupmáttarjöfnuði.[23] Bandaríkin hafa verið stærsta hagkerfi heims að minnsta kosti frá aldamótunum 1900.[26]

Bandaríkin eru í fararbroddi á heimsvísu í tækniþróun og nýsköpun, sérstaklega á sviði gervigreindar, tölvutækni, lyfjaþróunar, og þróunar læknabúnaðar, loftferðabúnaðar og hergagna.[27] Efnahagur landsins býr að miklum náttúruauðlindum, þróuðum innviðum og mikilli framleiðni.[28] Bandaríkin búa yfir næstverðmætustu náttúruauðlindum heims, sem voru metnar á 44,98 billjón dali árið 2019, þótt nokkur munur sé milli heimilda.[29] Í Bandaríkjunum eru hæstu meðaltekjur heimila og launafólks meðal OECD-ríkja.[30] Árið 2013 voru Bandaríkin með sjöttu hæstu miðtekjur heimila, og höfðu þá fallið úr fjórða sæti frá 2010.[31][32]

Bandaríkjadalur er mest notaði gjaldmiðill í alþjóðaviðskiptum og er helsti forðagjaldmiðill heims. Styrkur hans byggist á herstyrk Bandaríkjanna, olíudalakerfinu og evrudölum sem tengjast því, auk mjög stórs markaðar fyrir bandarísk ríkisskuldabréf.[20][33] Nokkur lönd notast við bandaríkjadal sem opinberan gjaldmiðil, og nokkur önnur notast við hann sem raungjaldmiðil.[34][35] Kauphöllin í New York og Nasdaq eru stærstu kauphallir heims miðað við markaðsvirði og viðskiptamagn.[36][37]

Helstu viðskiptalönd Bandaríkjanna eru Kína, Evrópusambandið, Kanada, Mexíkó, Indland, Japan, Suður-Kórea, Bretland og Taívan.[38] Bandaríkin eru stærsta innflutningsland heims og annað stærsta útflutningsland heims.[39] Landið er með fríverslunarsamninga við nokkur erlend ríki. Þar á meðal er fríverslunarsamningur Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada (USMCA).[40] Í skýrslu um samkeppnishæfni á heimsvísu frá 2019 voru Bandaríkin í öðru sæti á eftir Singapúr.[41] Af 500 fyrirtækjum á Fortune Global 500-listanum eru 121 með höfuðstöðvar í Bandaríkjunum.[42]

Þótt efnahagur Bandaríkjanna hafi þróast frá iðnaði, eru Bandaríkin enn iðnaðarstórveldi.[43] Bandaríkin eru með minna velferðarkerfi og dreifa minna af tekjum gegnum skattkerfið en flest önnur hátekjulönd.[44] Bandaríkin voru þannig í 41. sæti yfir lönd eftir launaójöfnuði af 156 löndum árið 2017[45] og voru þar hæst allra þróaðra ríkja.[46] Þann 2. febrúar 2022 voru þjóðarskuldir Bandaríkjanna 30 billjónir dala.[47]

Íbúar

Manntalsskrifstofa Bandaríkjanna gaf út að íbúar landsins væru 331.449.281 þann 1. apríl 2020.[48] Talan nær ekki yfir óinnfelldu ríkin (Púertó Ríkó, Gvam, Bandarísku Jómfrúaeyjar, Bandaríska Samóa og Norður-Maríanaeyjar) og aðrar smáeyjar. Bandaríkin eru þar með þriðja fjölmennasta ríki heims, á eftir Kína og Indlandi.[49] Samkvæmt íbúafjöldaklukku stofnunarinnar, bættist nýr íbúi við á 100 sekúndna fresti 28. janúar 2021, eða 864 á dag.[50] Árið 2018 voru 52% Bandaríkjamanna yfir 15 ára aldri giftir, 6% voru ekklar eða ekkjur, 10% fráskildir og 32% höfðu aldrei gifst.[51] Árið 2020 var frjósemishlutfall Bandaríkjanna 1,64 börn á konu[52] og hæsta hlutfall barna á heimili með einu foreldri (23%).[53]

Íbúar Bandaríkjanna eiga sér fjölbreyttan uppruna. 37 skipulagðir upprunahópar voru með yfir milljón sem töldu sig til þeirra samkvæmt könnun árið 2004.[54] Stærsta þjóðarbrotið samkvæmt eigin skilgreiningu eru hvítir Bandaríkjamenn af evrópskum uppruna, eða 57,8%.[55] Bandaríkjamenn af rómönskum uppruna teljast vera 18,7% íbúa og þeldökkir Bandaríkjamenn 12,1%. Fjórði stærsti hópurinn eru Bandaríkjamenn af asískum uppruna, 5,9%. Bandaríkjamenn sem telja sig til frumþjóða Ameríku eru um 1%. Þess ber að gæta að í manntalinu hefur verið hægt að haka við fleiri en einn valmöguleika frá árinu 2000 og árið 2020 merktu 4,1% allra svarenda við tvo eða fleiri möguleika (yfir 10% þeirra sem merktu við rómanskan uppruna).[56] Árið 2020 var miðaldur íbúa Bandaríkjanna 38,5 ár.[49]

Árið 2018 voru næstum 90 milljón innflytjendur og annarrar kynslóðar innflytjendur í Bandaríkjunum, eða 28% allra íbúa landsins.[57] Af þeim íbúum sem fæddir voru erlendis, miðað við árið 2017, voru 45% með ríkisborgararétt, 27% með löglega skráða varanlega búsetu, 6% með löglega tímabundna búsetu og 23% ólöglegir innflytjendur.[58] Bandaríkin hafa um áratugaskeið verið leiðandi í móttöku flóttafólks og tekið við fleirum en öll önnur lönd heims samanlagt.[59]

Stærstu borgir Bandaríkjanna
Sæti Borg Fylki Íbúafjöldi Stórborgarsvæði Íbúafjöldi Svæði
1 New York-borg New York-fylki 8.398.748 1 18.818.536 Norðausturströndin
2 Los Angeles Kalifornía 3.990.456 2 12.950.129 Vesturströndin
3 Chicago Illinois 2.705.994 3 9.505.748 Miðvesturríkin
4 Houston Texas 2.325.502 6 5.539.949 Suðurríkin
5 Phoenix Arizona 1.660.272 13 4.039.182 Vesturríkin
6 Philadelphia Pennsylvanía 1.584.138 5 5.826.742 Norðausturströndin
7 San Antonio Texas 1.532.233 29 1.942.217 Suðurríkin
8 San Diego Kalifornía 1.425.976 17 2.941.454 Vesturströndin
9 Dallas Texas 1.345.047 4 6.003.967 Suðurríkin
10 San Jose Kalifornía 1.030.119 30 1.787.123 Vesturströndin
List of United States cities by population 2018 (Enska Wikipedia)


Tungumál

Tungumál (2007)[60]
Enska (einungis) 225,5 milljónir
Spænska, þar með talin spænsk kreólamál 34,5 milljónir
Kínverska 2,5 milljónir
Franska, þar með talin frönsk kreólamál 2,0 milljónir
Tagalog tungumál 1,5 milljónir
Víetnamska 1,2 milljónir
Þýska 1,1 milljónir
Kóreska 1,1 milljónir

Enska er í raun opinbert tungumál Bandaríkjanna, enda þótt ekkert opinbert mál sé skilgreint í alríkislögum. Samt gera sum lög, þar á meðal lög um veitingu ríkisborgararéttar, ráð fyrir ensku sem tungumáli landsins. Árið 2007 töluðu um 226 milljónir eða 80% landsmanna fimm ára og eldri einungis ensku heima hjá sér. Um 12% landsmanna tala spænsku heima hjá sér en spænska er næstalgengasta tungumálið í Bandaríkjunum og algengasta annað mál sem kennt er í skólum.[61] Sumir Bandaríkjamenn vilja að enska verði gerð að opinberu máli landsins með lögum, eins og er raunin í 28 ríkjum.[62] Á Hawaii eru bæði hawaiska og enska skilgreind sem opinber tungumál í lögum ríkisins.[63]

Í Nýja-Mexíkó er ekkert opinbert tungumál skilgreint en lög kveða á um notkun bæði ensku og spænsku. Í Louisiana er því eins farið með ensku og frönsku.[64] Í sumum öðrum ríkjum, svo sem Kaliforníu kveða lög á um að ákveðin opinber skjöl verði að vera tiltæk á spænsku auk ensku, þar á meðal skjöl er varða dómstóla.[65] Sum svæði viðurkenna stöðu tungumála innfæddra auk ensku: Samóamál og kamorrómál eru viðurkennd á Bandarísku Samóaeyjum og í Guam; Spænska er opinbert mál á Púertó Ríkó.

Menntun

Low Memorial-bókasafnið í Columbia-háskóla

Bæði fylki og sveitarfélög reka opinbera skóla í Bandaríkjunum en menntamálaráðuneyti Bandaríkjanna setur skólahaldi reglur og styrkir starfsemina. Í flestum fylkjum er skólaskylda frá sex eða sjö ára aldri til átján ára aldurs en þá lýkur menntaskóla (e. high school) eftir tólfta bekk. Í sumum fylkjum geta nemendur lokið menntaskóla sextán eða sautján ára gamlir. Um 12% barna ganga í einkaskóla og rétt rúmlega 2% barna hljóta menntun sína heima fyrir. Um 84,6% Bandaríkjamanna hafa lokið stúdentsprófi um 25 ára aldur.

Fjölmargir háskólar eru starfræktir í Bandaríkjunum, bæði ríkisreknir og einkareknir, auk alþýðuháskóla. Um 52,6% Bandaríkjamanna hafa stundað nám á háskólastigi og 27,2% ljúka B.A.-gráðu (eða annarri sambærilegri gráðu í grunnnámi). Um 9,6% Bandaríkjamanna hafa lokið framhaldsnámi á háskólastigi.

Margir af fremstu háskólum heims eru í Bandaríkjunum, þar á meðal Harvard, Princeton, Yale, Stanford, Columbia, Cornell, Brown, Pennsylvaníuháskóli, Chicago-háskóli, MIT, og Caltech.

Læsi í Bandaríkjunum er talið vera 99%. Sameinuðu þjóðirnar gefa Bandaríkjunum einkunnina 0,97 á menntakvarða og eru Bandaríkin því í tólfta sæti.[66]

Menning

Frelsisstyttan var gjöf frá Frakklandi og hefur orðið að táknmynd fyrir ameríska drauminn.[67]

Bandaríkin eru fjölmenningarríki sem byggist á miklum fjölda ólíkra upprunahópa, hefða og gilda.[68][69] Menningarleg áhrif Bandaríkjanna eru auk þess mikil á heimsvísu.[70][71] Frumbyggjamenning í Bandaríkjunum telur meðal annars menningu Frumþjóðanna, Hawaii-búa og frumbyggja Alaska, en þess utan eru núverandi íbúar Bandaríkjanna eða forfeður þeirra nær allir innflytjendur eða fluttir þangað sem þrælar síðustu fimm aldirnar.[72] Bandarísk meginstraumsmenning er því vestræn menning sem byggist að mestu leyti á menningu evrópskra innflytjenda með menningaráhrifum meðal annars frá afrískum þrælum.[68][73] Síðustu tvær aldir hefur aðflutningur fólks frá Asíu og sérstaklega Rómönsku Ameríku, bæst við blöndu bandarískrar menningar sem er stundum lýst sem bræðslupotti eða ósamstæðri salatskál.[68] Þrátt fyrir aðlögun innflytjenda að bandarískri meginstraumsmenningu er mikill félagslegur ójöfnuður sem byggist meðal annars á uppruna, kynþætti[74] og auðlegð.[75]

Bandarískt samfélag er stundum talið einkennast af sterku vinnusiðferði,[76] samkeppnishæfni,[77] og einstaklingshyggju.[78] „Bandaríska trúarjátningin“ leggur áherslu á frelsi, jafnrétti, einkaeign, lýðræði, réttarríki og takmörkuð afskipti stjórnvalda.[79] Miðað við aðrar þjóðir gefa Bandaríkjamenn mjög mikið til góðgerðamála. Samkvæmt könnun Charities Aid Foundation frá 2016 gáfu Bandaríkjamenn 1,44% af landsframleiðslu til góðgerðamála, mun meira en nokkrir aðrir.[80]

Ameríski draumurinn, trúin á félagslegan hreyfanleika, er lykill að aðdráttarafli landsins fyrir innflytjendur.[81] Hvort þessi trú byggist á staðreyndum er umdeilt.[82][83][84] Algeng skoðun í Bandaríkjunum er að landið sé stéttlaust samfélag,[85] en fræðimenn hafa bent á markverðan mun á stéttum í landinu, sem hefur áhrif á félagsmótun, tungumál og gildi.[86] Bandaríkjamenn eiga til að leggja mikla áherslu á efnahagslegan árangur, en telja líka jákvætt að vera meðalmaður.[87]

Bandarískar bókmenntir

Bandaríski rithöfundurinn og skáldið Walt Whitman árið 1887.

Á 18. öld og snemma á 19. öldinni voru bandarískar bókmenntir undir miklum áhrifum frá evrópskum bókmenntum. Rithöfundar á borð við Nathaniel Hawthorne, Edgar Allan Poe og Henry David Thoreau skópu sérstakt yfirbragð og tón bandarískra bókmennta um miðja 19. öld. Rithöfundurinn Mark Twain og skáldið Walt Whitman voru áhrifamiklir á síðari hluta 19. aldar. Emily Dickinson er nú álitin mikilvægt skáld enda þótt hún væri flestum ókunn í lifanda lífi. Nokkur ritverk eru öðrum fremur talin einkenna bandaríska menningu en það eru saga Hermans Melville, Moby-Dick (1851), Ævintýrir Stikilsberja-Finns (1885) eftir Mark Twain og Hinn mikli Gatsby (1925) eftir F. Scott Fitzgerald.

Ellefu bandarískir borgarar hafa hlotið bókmenntaverðlaun Nóbels, síðast Toni Morrison árið 1993. William Faulkner og Ernest Hemingway eru gjarnan taldir meðal áhrifamestu höfunda 20. aldar. Vinsælar bókmenntagreinar eins og vestrar og krimmar urðu til í Bandaríkjunum.

Bandarísk heimspeki

Bandaríski heimspekingurinn Hilary Putnam

Henry David Thoreau og Ralph Waldo Emerson voru frumkvöðlar bandarískrar heimspeki á 19. öld. Á síðari hluta 19. aldar og í upphafi þeirrar 20. varð gagnhyggja til hjá heimspekingum á borð við Charles Sanders Peirce, William James og John Dewey. Á 20. öld voru bandarískir heimspekingar áfram undir miklum áhrifum frá gagnhyggjunni en urðu einnig fyrir miklum áhrifum frá rökgreiningarheimspekinni frá Evrópu, ekki síst á fjórða áratug aldarinnar þegar margir af helstu heimspekingum Evrópu flúðu stríðið. Meðal merkra bandarískra heimspekinga 20. aldar má nefna W.V.O. Quine, Hilary Putnam, Wilfrid Sellars, Nelson Goodman, Donald Davidson, Richard Rorty, Saul Kripke og John Searle. Bandaríski málvísindamaðurinn Noam Chomsky hefur einnig látið að sér kveða. Segja má að John Rawls hafi einn síns liðs vakið stjórnmálaheimspeki af værum blundi þegar bók hans Kenning um réttlæti kom út árið 1971. Í kjölfarið fylgdi Robert Nozick og fjöldi annarra stjórnmálaheimspekinga.

Bandarísk matarmenning

Deep-dish pizza var fundin upp í Chicago, Illinois og dreifðist þaðan um heiminn. Hún er til í ýmsum formum, sem dæmi má nefna afbrigði frá Alaska þar sem elgskjöt er haft sem álegg. Ítölsk pylsa er algengt álegg á pizzur í Bandaríkjunum.

BBQ-sósa er önnur vel þekkt bandarísk uppfinning og er í miklu uppáhaldi hjá fólki víðs vegar um heiminn. BBQ-sósa er mjög vinsæl með grillmat en mikið er borðað af honum í Suðurríkjum Bandaríkjanna.

Coca Cola var fundið upp árið 1886 af dr. John Stith Pemberton, lyfjafræðingi frá Atlanta í Georgíu.

Matreiðsluaðferðir Bandaríkjanna eru sambland hefða frá ýmsum stöðum, meðal annars frá Frakklandi, Afríku og frumbyggjum. Grasker einkenna mið- og norðurríki Bandaríkjanna, skelfiskur við Mexíkóflóa og nautasteikur eru helst þekktar í Texas.[88] Til viðbótar við þessa flóru eiga borgir Bandaríkjanna heilu hverfin sem bjóða upp á matarmenningu frá ýmsum heimshornum. Stórum matarskömmtum og skyndibitamenningu hefur oft verið kennt um offitu í Bandaríkjunum.[89]

Tilvísanir

  1. Wilson, Kenneth G. (1993). The Columbia guide to standard American English. New York: Columbia University Press. bls. 27–28. ISBN 978-0-231-06989-2.
  2. DeLear, Byron (July 4, 2013) Who coined 'United States of America'? Mystery might have intriguing answer. "Historians have long tried to pinpoint exactly when the name 'United States of America' was first used and by whom ... This latest find comes in a letter that Stephen Moylan, Esq., wrote to Col. Joseph Reed from the Continental Army Headquarters in Cambridge, Mass., during the Siege of Boston. The two men lived with Washington in Cambridge, with Reed serving as Washington's favorite military secretary and Moylan fulfilling the role during Reed's absence." Christian Science Monitor (Boston, MA).
  3. Touba, Mariam (November 5, 2014) Who Coined the Phrase 'United States of America'? You May Never Guess "Here, on January 2, 1776, seven months before the Declaration of Independence and a week before the publication of Paine's Common Sense, Stephen Moylan, an acting secretary to General George Washington, spells it out, 'I should like vastly to go with full and ample powers from the United States of America to Spain' to seek foreign assistance for the cause." New-York Historical Society Museum & Library
  4. Fay, John (July 15, 2016) The forgotten Irishman who named the 'United States of America' "According to the NY Historical Society, Stephen Moylan was the man responsible for the earliest documented use of the phrase 'United States of America'. But who was Stephen Moylan?" IrishCentral.com
  5. "To the inhabitants of Virginia", by A PLANTER. Dixon and Hunter's. April 6, 1776, Williamsburg, Virginia. Letter is also included in Peter Force's American Archives. The Virginia Gazette.. árgangur 5 no. 1287. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. desember 2014.
  6. 6,0 6,1 6,2 Safire 2003, bls. 199.
  7. „Ríkjaheiti“. Árnastofnun. Sótt 22.9.2022.
  8. American forests Geymt 22 mars 2016 í Wayback Machine Forest history society. Skoðað 29. apríl, 2016.
  9. „Common Core Document of the United States of America“. U.S. Department of State. 30. desember 2011. Sótt 10. júlí 2015.
  10. The New York Times 2007, bls. 670.
  11. Onuf 2010, bls. xvii.
  12. Scheb, John M.; Scheb, John M. II (2002). An Introduction to the American Legal System. Florence, KY: Delmar, p. 6. ISBN 978-0-7668-2759-2.
  13. Feldstein, Fabozzi, 2011, p. 9
  14. Schultz, 2009, pp. 164, 453, 503
  15. Etheridge, Eric; Deleith, Asger (19. ágúst 2009). „A Republic or a Democracy?“. The New York Times blogs. Sótt 7. nóvember 2010. „The US system seems essentially a two-party system. ...“
  16. David Mosler; Robert Catley (1998). America and Americans in Australia. Greenwood Publishing Group. bls. 83. ISBN 978-0-275-96252-4. Sótt 11. apríl 2016.
  17. Grigsby, Ellen (2008). Analyzing Politics: An Introduction to Political Science. Cengage Learning. bls. 106–107. ISBN 978-0-495-50112-1.
  18. „Corruption Perceptions Index 2019“ (PDF). transparency.org. Transparency International. bls. 12 & 13. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 18. febrúar 2020. Sótt 7. febrúar 2020.
  19. Francis, Ellen (10. febrúar 2022). „Global freedoms have hit a 'dismal' record low, with pandemic restrictions making things worse, report says“. The Washington Post (bandarísk enska). ISSN 0190-8286. Sótt 18. febrúar 2022.
  20. 20,0 20,1 „The Implementation of Monetary Policy – The Federal Reserve in the International Sphere“ (PDF). Sótt 24. ágúst 2010.
  21. Kat Tretina and Benjamin Curry (9. apríl 2021). „NYSE: What Is The New York Stock Exchange“. Forbes. Sótt 24. júlí 2022.
  22. „Report for Selected Countries and Subjects“. www.imf.org.
  23. 23,0 23,1 „World Economic Outlook Database, October 2022“. IMF.org. International Monetary Fund. október 2022. Sótt 11. október 2022.
  24. Hagopian, Kip; Ohanian, Lee (1. ágúst 2012). „The Mismeasure of Inequality“. Policy Review (174). Afrit af upprunalegu geymt þann 3. desember 2013. Sótt 23. janúar 2020.
  25. „United Nations Statistics Division—National Accounts“. unstats.un.org. Sótt 1. júní 2018.
  26. Fordham, Benjamin (október 2017). „Protectionist Empire: Trade, Tariffs, and United States Foreign Policy, 1890–1914“. Studies in American Political Development. 31 (2): 170–192. doi:10.1017/s0898588x17000116. ISSN 0898-588X. S2CID 148917255.
  27. „United States reference resource“. The World Factbook Central Intelligence Agency. Sótt 31. maí 2019.
  28. Wright, Gavin, and Jesse Czelusta, "Resource-Based Growth Past and Present", in Natural Resources: Neither Curse Nor Destiny, ed. Daniel Lederman and William Maloney (World Bank, 2007), p. 185. ISBN 0821365452.
  29. Anthony, Craig (12. september 2016). „10 Countries With The Most Natural Resources“. Investopedia.
  30. „Income“. Better Life Index. OECD. Sótt 28. september, 2019.
  31. „Household Income“. Society at a Glance 2014: OECD Social Indicators. Society at a Glance. OECD Publishing. 18. mars 2014. doi:10.1787/soc_glance-2014-en. ISBN 9789264200722. ISSN 1995-3984. Sótt 29. maí 2014.
  32. „OECD Better Life Index“. OECD. Sótt 25. nóvember, 2012.
  33. Zaw Thiha Tun (29. júlí 2015). „How Petrodollars Affect The U.S. Dollar“. Sótt 14. október 2016.
  34. Benjamin J. Cohen, The Future of Money, Princeton University Press, 2006; cf. "the dollar is the de facto currency in Cambodia", Charles Agar, Frommer's Vietnam, 2006, p. 17
  35. „US GDP Growth Rate by Year“. multpl.com. US Bureau of Economic Analysis. 31. mars 2014. Sótt 18. júní 2014.
  36. „Monthly Reports - World Federation of Exchanges“. WFE.
  37. Table A – Market Capitalization of the World's Top Stock Exchanges (As at end of June 2012). Securities and Exchange Commission (China).
  38. „Top Trading Partners“. U.S. Census Bureau. desember 2016. Sótt 8. júlí 2017.
  39. „World Trade Statistical Review 2019“ (PDF). World Trade Organization. bls. 100. Sótt 31. maí 2019.
  40. „United States free trade agreements“. Office of the United States Trade Representative. Sótt 31. maí 2019.
  41. „Rankings: Global Competitiveness Report 2013–2014“ (PDF). World Economic Forum. Sótt 1. júní 2014.
  42. „Global 500 2016“. Fortune. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. september 2018. Sótt 1. nóvember 2022.
  43. „USA Economy in Brief“. U.S. Dept. of State, International Information Programs. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. mars 2008.
  44. Isabelle Joumard; Mauro Pisu; Debbie Bloch (2012). „Tackling income inequality The role of taxes and transfers“ (PDF). OECD. Sótt 21. maí 2015.
  45. CIA World Factbook "Distribution of Family Income". Afrit af upprunalegu geymt þann 4. júní 2011. Sótt 17. júní 2018.
  46. Gray, Sarah (4. júní 2018). „Trump Policies Highlighted in Scathing U.N. Report On U.S. Poverty“. Fortune. Sótt 13. september 2018. „"The United States has the highest rate of income inequality among Western countries", the report states.“
  47. Rappeport, Alan (1. febrúar 2022). „U.S. National Debt Tops $30 Trillion as Borrowing Surged Amid Pandemic“. The New York Times (bandarísk enska). ISSN 0362-4331. Sótt 2. febrúar 2022.
  48. „Census Bureau's 2020 Population Count“. United States Census. Sótt 26. apríl 2021.
  49. 49,0 49,1 „The World Factbook: United States“. Central Intelligence Agency. Sótt 10. nóvember 2018.
  50. „Population Clock“. www.census.gov.
  51. „Table MS-1. Marital Status of the Population 15 Years Old and Over, by Sex, Race and Hispanic Origin: 1950 to Present“. Historical Marital Status Tables. U.S. Census Bureau. Sótt 11. september 2019.
  52. Hamilton, Brady E.; Martin, Joyce A.; Osterman, Michelle J.K. (maí 2021). Births: Provisional data for 2020 (PDF) (Report). Vital Statistics Rapid Release. árgangur. Hyattsville, MD: National Center for Health Statistics. doi:10.15620/cdc:104993.
  53. „U.S. has world's highest rate of children living in single-parent households“. Pew Research Center (enska). Sótt 17. mars 2020.
  54. „Ancestry 2000“ (PDF). U.S. Census Bureau. júní 2004. Afrit (PDF) af uppruna á 4. desember 2004. Sótt 2. desember 2016.
  55. „A Breakdown of 2020 Census Demographic Data“. NPR. 13. ágúst 2021.
  56. „Race and Ethnicity in the United States: 2010 Census and 2020 Census“. US Census Bureau. Sótt 2. desember 2021.
  57. „Frequently Requested Statistics on Immigrants and Immigration in the United States“. Migration Policy Institute. 14. mars 2019.
  58. „Key findings about U.S. immigrants“. Pew Research Center. 17. júní 2019.
  59. Jens Manuel Krogstad (7. október 2019). „Key facts about refugees to the U.S.“. Pew Research Center.
  60. „Table 53—Languages Spoken at Home by Language: 2007“ (PDF). Statistical Abstract of the United States 2010. U.S. Census Bureau. Sótt 21. september 2009.
  61. „Foreign Language Enrollments in United States Institutions of Higher Learning“ (PDF). MLA. haust 2002. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 3. ágúst 2008. Sótt 16. október 2006.
  62. Jody Feder (25. janúar 2007). „English as the Official Language of the United States—Legal Background and Analysis of Legislation in the 110th Congress“ (PDF). Ilw.com (Congressional Research Service). Sótt 19. júní 2007.
  63. „The Constitution of the State of Hawaii, Article XV, Section 4“. Hawaii Legislative Reference Bureau. 7. nóvember 1978. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. júlí 2013. Sótt 19. júní 2007.
  64. Susan J. Dicker (2003). Languages in America: A Pluralist View. Clevedon, UK: Multilingual Matters. bls. 216, 220–25.
  65. „California Code of Civil Procedure, Section 412.20(6)“. Legislative Counsel, State of California. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. júlí 2010. Sótt 17. desember 2007. „California Judicial Council Forms“. Judicial Council, State of California. Sótt 17. desember 2007.
  66. „Human Development Indicators“ (PDF). United Nations Development Programme, Human Development Reports. 2005. Sótt 14. janúar 2008.
  67. „Statue of Liberty“. World Heritage. UNESCO. Sótt 4. janúar 2022.
  68. 68,0 68,1 68,2 Adams, J.Q.; Strother-Adams, Pearlie (2001). Dealing with diversity : the anthology. Chicago: Kendall/Hunt Pub. ISBN 978-0-7872-8145-8.
  69. Thompson, William E.; Hickey, Joseph V. (2004). Society in focus : an introduction to sociology (5th. útgáfa). Boston: Pearson/Allyn and Bacon. ISBN 978-0-205-41365-2.
  70. BBC, April 2008: Country Profile: United States of America
  71. Fergie, Dexter (24. mars 2022). „How American Culture Ate the World“. The New Republic. ISSN 0028-6583. Sótt 3. júlí 2022.
  72. Fiorina, Morris P.; Peterson, Paul E. (2010). The New American democracy (7th. útgáfa). London: Longman. bls. 97. ISBN 978-0-205-78016-7.
  73. Holloway, Joseph E. (2005). Africanisms in American culture (2nd. útgáfa). Bloomington: Indiana University Press. bls. 18–38. ISBN 978-0-253-21749-3.
    Johnson, Fern L. (2000). Speaking culturally : language diversity in the United States. Sage Publications. bls. 116. ISBN 978-0-8039-5912-5.
  74. Bonilla-Silva, Eduardo (2003). Racism without Racists: Color-blind Racism and the Persistence of Racial Inequality in the United States. Lanham: Rowman & Littlefield. bls. 2–29. ISBN 978-0-7425-1633-5.[óvirkur tengill]
  75. "Contempt for the poor in US drives cruel policies," says UN expert“. OHCHR. 4. júní 2018. Sótt 5. júní 2018.
  76. Porter, Gayle (nóvember 2010). „Work Ethic and Ethical Work: Distortions in the American Dream“. Journal of Business Ethics. Springer. 96 (4): 535–550. doi:10.1007/s10551-010-0481-6. JSTOR 29789736. S2CID 143991044.
  77. Stephens, R.H. (september 1952). „The Role Of Competition In American Life“. The Australian Quarterly. Australian Institute of Policy and Science. 24 (3): 9–14. JSTOR 41317686.
  78. Grabb, Edward; Baer, Douglas; Curtis, James (1999). „The Origins of American Individualism: Reconsidering the Historical Evidence“. Canadian Journal of Sociology. University of Alberta. 24 (4): 511–533. doi:10.2307/3341789. ISSN 0318-6431. JSTOR 3341789.
  79. Huntington, Samuel P. (2004). „Chapters 2–4“. Who are We?: The Challenges to America's National Identity. Simon & Schuster. ISBN 978-0-684-87053-3. Sótt 25. október 2015..
  80. „GROSS DOMESTIC PHILANTHROPY: An international analysis of GDP, tax and giving“ (PDF). Charities Aid Foundation. janúar 2016. Sótt 18. júlí 2022.
  81. Clifton, Jon (21. mars 2013). „More Than 100 Million Worldwide Dream of a Life in the U.S. More than 25% in Liberia, Sierra Leone, Dominican Republic want to move to the U.S.“. Gallup. Sótt 10. janúar 2014.
  82. *„A Family Affair: Intergenerational Social Mobility across OECD Countries“ (PDF). Economic Policy Reforms: Going for Growth. OECD. 2010. Sótt 20. september 2010.
  83. „Understanding Mobility in America“. Center for American Progress. 26. apríl 2006.
  84. Schneider, Donald (29. júlí 2013). „A Guide to Understanding International Comparisons of Economic Mobility“. The Heritage Foundation. Sótt 22. ágúst 2013.
  85. Gutfeld, Amon (2002). American Exceptionalism: The Effects of Plenty on the American Experience. Brighton and Portland: Sussex Academic Press. bls. 65. ISBN 978-1-903900-08-6.
  86. Zweig, Michael (2004). What's Class Got To Do With It, American Society in the Twenty-First Century. Ithaca, NY: Cornell University Press. ISBN 978-0-8014-8899-3. „Effects of Social Class and Interactive Setting on Maternal Speech“. Education Resource Information Center. Sótt 27. janúar 2007.
  87. O'Keefe, Kevin (2005). The Average American. New York: PublicAffairs. ISBN 978-1-58648-270-1.
  88. „Bandarísk matargerð“. Nóatún. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. apríl 2010. Sótt 18. september 2010.
  89. „Bandaríkjamenn velja skyndibitann fram yfir hollustuna“. Bæjarins Besta, fréttavefur. Sótt 18. september 2010.

Tengt efni

Heimildir

Tenglar

Heimasíður Bandaríkjastjórnar

Upplýsingasíður

Ýmsir tenglar