Dómkirkjan í Santiago de Compostela

Dómkirkjan í Santiago de Compostela er spænsk miðaldadómkirkja og sögð reist yfir gröf Jakobs postula. Hún var byggð á 11. og 12. öld og vígð árið 1128.

Helgisögn sem þó er ekki studd neinum heimildum segir að Jakob hafi boðað kristni á Spáni og eftir að hann var höggvinn í Jerúsalem árið 44 hafi líkamsleifar hans verið fluttar til Galisíu og jarðsettar þar. Árið 829 var reist kirkja á staðnum þar sem hann var talinn grafinn og seinna reis dómkirkjan þar. Hún var endastöð á Jakobsveginum, pílagrímaleiðinni sem farin var að gröf postulans. Dómkirkjan varð þriðji mikilvægasti ákvörðunarstaður kristinna pílagríma á eftir Jerúsalem og Róm.

Heimildir

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.