Dalabyggð
Dalabyggð | |
---|---|
Hnit: 65°06′36″N 21°46′01″V / 65.110°N 21.767°V | |
Land | Ísland |
Kjördæmi | Norðvesturkjördæmi |
Þéttbýliskjarnar | Búðardalur |
Stjórnarfar | |
• Sveitarstjóri | Björn Bjarki Þorsteinsson |
Flatarmál | |
• Samtals | 2.427 km2 |
• Sæti | 14. sæti |
Mannfjöldi (2024) | |
• Samtals | 642 |
• Sæti | 44. sæti |
• Þéttleiki | 0,26/km2 |
Póstnúmer | 370, 371 |
Sveitarfélagsnúmer | 3811 |
Vefsíða | dalir |
Dalabyggð er sveitarfélag í Dalasýslu. Það var stofnað 11. júní 1994 við sameiningu 6 hreppa: Fellsstrandarhrepps, Haukadalshrepps, Hvammshrepps, Laxárdalshrepps, Skarðshrepps og Suðurdalahrepps. Skógarstrandarhreppur bættist í hópinn 1. janúar 1998 og Saurbæjarhreppur 10. júní 2006. Sveitarfélagið Dalabyggð nær nú yfir alla Dalasýslu og Skógarstrandarhrepp í Snæfellsnessýslu, þ.e. frá botni Álftafjarðar að Gilsfjarðarbotni. Alls hafa starfað 13 sveitarfélög á því svæði sem Dalabyggð nær nú yfir. Flest voru þau samtímis 10 á svæðinu.
Aðalatvinnuvegur er landbúnaður og er þar mikil sauðfjárrækt. Úrvinnsla landbúnaðarafurða er einnig mikil á svæðinu, bæði beint frá býli og svo er MS með starfsstöð þar sem allir mygluostar landsins eru framleiddir[1].
Dalabyggð er mikið sögusvæði þar sem m.a. Laxdæla saga gerðist en Laxdælir voru afkomendur Auðar djúpúðgu. Margir staðir í Dalabyggð spila stórt hlutverk í Sturlungasögu, t.a.m. Hvammur og Sauðafell.
Þéttbýliskjarni Dalabyggðar er Búðardalur.
2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 | 2017 | 2018 | 2019 | 2020 | 2021 | 2022 | 2023 |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
694 | 684 | 686 | 665 | 673 | 680 | 678 | 673 | 667 | 673 | 639 | 620 | 665 | 653 |
Merki Dalabyggðar
Samkeppni var um byggðarmerki Dalabyggðar árið 1994 og bárust þá 33 tillögur frá 17 höfundum. Fjögurra manna dómnefnd valdi tillögu Önnu Flosadóttur sem grunn að byggðarmerki sveitarfélagsins.
Fjöðrin er tákn menningar. Fuglinn er tákn frelsis. Sex fanir er tákn sameinaðra hreppa.
Staðir
Félagsheimili í Dalabyggð
Það eru fjögur félagsheimili í sveitarfélaginu:
- Árblik í Miðdölum
- Dalabúð í Búðardal
- Staðarfell á Fellsströnd
- Tjarnarlundur í Saurbæ
Sögustaðir í Dalabyggð
- Ásgarður
- Dagverðarnes
- Eiríksstaðir í Haukadal
- Guðrúnarlaug
- Haukadalur
- Hjarðarholt
- Hvammur í Dölum
- Höskuldsstaðir
- Jörfi
- Kambsnes
- Klofningsfjall
- Krosshólaborg
- Laugar í Sælingsdal
- Sauðafell
- Staðarfell
- Ólafsdalur
Landafræði
Ýmislegt úr sögu Dalabyggðar
- Leiðarhólmssamþykkt (Leiðarhólmsbænarskjalið)
Þekktir Dalamenn
- Geirmundur heljarskinn Hjörsson - nam land við innanverðan Breiðafjörð og bjó á Skarðsströnd.
- Auður djúpuðga (834 - 900) - landnámskona í Dölum og ættmóðir Laxdæla.
- Hrappur Örgumleiðason "Víga-Hrappur".
- Höskuldur Dala-Kollsson - bjó á Höskuldsstöðum í Laxárdal.
- Ólafur pái Höskuldsson
- Kjartan Ólafsson
- Leifur Eiríksson (~980 – 1020)
- Hvamm-Sturla Þórðarson, goði (1116 - 1183) - bjó í Hvammi í Dölum.
- Ólöf "ríka" Loftsdóttir (um 1410 - 1479) - bjó á Skarði á Skarðsströnd.
- Gísli Guðbrandsson, prestur (1565 - 1620) - prestur í Hvammi í Hvammssveit.
- Árni Magnússon, handritasafnari (1663 - 1730) - fæddist að Kvennabrekku í Miðdölum.
- Jón "Dalaskáld" Sigurðsson, skáld (1685 - 1720) - bjó að Bæ í Miðdölum[3].
- Theódóra Thoroddsen, skáld (1863 - 1954) - fæddist að Kvennabrekku í Miðdölum.
- Stefán frá Hvítadal, skáld (1887 - 1933) - kenndur við Hvítadal í Dalasýslu.
- Ásmundur Sveinsson, listamaður (1893 - 1982) - fæddur að Kolsstöðum í Miðdölum.
- Jóhannes úr Kötlum, skáld (1899 - 1972) - fæddist að Goddastöðum í Laxárdal.
- Steinn Steinarr, skáld (1908 - 1958) - uppalinn í Miklagarði í Saurbæ.
- Jón Jónsson frá Ljárskógum, skáld og söngvari (1914 - 1945).
- Friðjón Þórðarson, alþingismaður (1923 - 2009) - fæddist og ólst upp á Breiðabólsstað á Fellsströnd.
- Hreinn Friðfinnsson, listamaður (1943 - 2024) - fæddur að Bæ í Miðdölum[4].
- Svavar Gestsson, fv. alþingismaður, ráðherra og sendiherra (1944 - 2021) -
Heimildir
- ↑ „MS Búðardal og Egilsstöðum“. www.ms.is. Sótt 28. apríl 2020.
- ↑ „Hagstofa Íslands“. Hagstofa Íslands. Sótt 9. janúar 2024.
- ↑ „Jón Sigurðsson ; Dalaskáld | Æviágrip | Handrit.is“. handrit.is. Sótt 28. apríl 2020.
- ↑ UTD_Vefumsjon (4. nóvember 2014). „Hreinn Friðfinnsson“. listasafnreykjavikur.is. Sótt 28. apríl 2020.