1994
Árþúsund: | 2. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Árið 1994 (MCMXCIV í rómverskum tölum) var 94. ár 20. aldar sem hófst á laugardegi samkvæmt gregoríska tímatalinu.
Atburðir
Janúar
- 1. janúar - Samningurinn um Fríverslunarsamtök Norður-Ameríku (NAFTA) gekk í gildi.
- 1. janúar - Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið tók gildi.
- 1. janúar - Virðisaukaskattur á matvælum lækkaði úr 24.5% í 14%.
- 1. janúar - Skæruliðasamtökin EZLN hófu aðgerðir í Chiapas í Mexíkó.
- 2. janúar - Flestir sjómenn Íslands fóru í verkfall, sem stóð í 14 daga þangað til Alþingi setti bráðabirgðalög sem gerðu verkfallið ólöglegt.
- 4. janúar - Mikill samdráttur varð í herstöðinni á Keflavíkurflugvelli. F-15 orrustuþotum var fækkað úr 12 í 4, hlustunar- og miðunarstöð lokað og hermönnum fækkað um tæplega 400 í áföngum.
- 6. janúar - Árásarmaður barði skautadrottninguna Nancy Kerrigan í hægri fótinn með kylfu að undirlagi fyrrverandi eiginmanns keppinautar hennar, Tonya Harding.
- 10. janúar - Þyrlusveit Varnarliðsins bjargaði sex skipverjum af Goðanum í fárviðri í Vöðlavík við Reyðarfjörð. Einn maður fórst.
- 11. janúar - Hraðbrautarþingið til að ræða upplýsingahraðbrautina undir stjórn Al Gore var sett við Kaliforníuháskóla.
- 15. janúar - Hjúkrunarfélag Íslands og Félag háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga voru sameinuð í Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga.
- 15. janúar - R-listinn ákvað sameiginlegt framboð minnihlutaflokkanna í Reykjavík.
- 15. janúar - Skemmtiferðaskipið American Star slitnaði úr togi og rak á land við Fuerteventura á Kanaríeyjum.
- 17. janúar - Harður jarðskjálfti gekk yfir Los Angeles með þeim afleiðingum að 57 fórust og 8700 slösuðust.
- 19. janúar - Kuldamet voru slegin á austurströnd Bandaríkjanna. Frost mældist 38 °C í Indiana.
- 21. janúar - Lorena Bobbitt var sýknuð af ákæru um að hafa skorið liminn af eiginmanni sínum, John Wayne Bobbitt, þar sem dómurinn taldi að stundarbrjálæði hefði átt sök á verknaðinum.
- 21. janúar - 11 karlmenn og ein kona úr glæpagenginu Militärligan voru handtekin af sænsku lögreglunni.
Febrúar
- 1. febrúar - Metsöluplata bandarísku hljómsveitarinnar Green Day, Dookie, kom út.
- 3. febrúar - Alþjóðadómstóllinn úrskurðaði að Aouzou-ræman við landamæri Líbýu og Tjad skyldi tilheyra Tjad.
- 5. febrúar - Keflavík, Njarðvík og Hafnir samþykktu í kosningum að sameinast í eitt sveitarfélag sem síðar hlaut nafnið Reykjanesbær.
- 6. febrúar - Árásin á Markale-markaðinn: Bosníuserbar skutu sprengikúlu á markað í Sarajevó með þeim afleiðingum að 68 létust.
- 12. febrúar - Vetrarólympíuleikarnir 1994 hófust í Lillehammer í Noregi.
- 12. febrúar - Málverki Edvard Munch, „Ópinu“, var stolið af safni í Osló (það var endurheimt 7. maí).
- 16. febrúar - 207 létust og 2000 slösuðust þegar jarðskjálfti reið yfir Lampung á Súmötru.
- 17. febrúar - Apple QuickTake, fyrstu stafrænu myndavélarnar fyrir almennan markað sem hægt var að tengja við tölvu, komu á markað.
- 22. febrúar - Bandaríski leyniþjónustumaðurinn Aldrich Ames var ákærður fyrir njósnir í þágu Sovétríkjanna.
- 24. febrúar - Breska lögreglan hóf uppgröft á lóð Fred West í Glouchester vegna gruns um að hann hefði myrt fjölda manns.
- 25. febrúar - Baruch Goldstein hóf skothríð inni í helli Makpelas í Hebron og myrti 29 múslima áður en viðstaddir börðu hann til bana.
- 26. febrúar - Magnús Scheving varð Evrópumeistari í þolfimi.
- 28. febrúar - Fjórar serbneskar J-21-orrustuþotur voru skotnar niður af bandarískum flugvélum yfir Bosníu og Hersegóvínu.
Mars
- Mars - Alþýðulýðveldið Kína tengdist Internetinu í fyrsta sinn.
- 1. mars - Namibía tók við stjórn Walvis Bay og nokkurra eyja við ströndina frá Suður-Afríku.
- 6. mars - Moldóvar höfnuðu sameiningu við Rúmeníu í þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 10. mars - Þyngsti dómur sem Hæstiréttur Íslands hefur dæmt féll, tuttugu ára fangelsi fyrir manndráp, en dómþoli hafði tvisvar orðið manni að bana.
- 12. mars - Staðfest var að ljósmynd Marmaduke Wetherell af Loch Ness-skrímslinu frá 1934 hefði verið sviðsett.
- 12. mars - Fyrstu kvenkyns prestarnir voru skipaðir við Ensku biskupakirkjuna.
- 14. mars - Fyrsta stöðuga útgáfa Linuxkjarnans, 1.0.0, kom út.
- 15. mars - Bandaríkin drógu herlið sitt frá Sómalíu.
- 18. mars - Washington-samningurinn: Bosníukróatar sömdu um vopnahlé við stjórn Bosníu-Hersegóvínu.
- 20. mars - Ítalski blaðamaðurinn Ilaria Alpi og myndatökumaðurinn Miran Hrovatin voru myrt í Sómalíu.
- 27. mars - Bandalag hægriflokka undir forystu athafnamannsins Silvio Berlusconi sigraði þingkosningar á Ítalíu.
- 27. mars - Evrópska orrustuþotan Eurofighter Typhoon flaug jómfrúarflug sitt.
- 28. mars - Blóðbaðið við Shell House: Öryggisverðir í höfuðstöðvum Afríska þjóðarflokksins skutu á þúsundir fylgismanna Inkathahreyfingarinnar.
- 31. mars - Tímaritið Nature sagði frá uppgötvun fyrstu heilu hauskúpu Australopithecus afarensis í Eþíópíu.
Apríl
- 5. apríl - Skotárásin í Árósaháskóla: Fleming Nielsen skaut tvær konur til bana og særði aðrar tvær á matsal í Árósaháskóla í Danmörku.
- 6. apríl - Forseti Rúanda, Juvénal Habyarimana, og forseti Búrúndí, Cyprien Ntaryamira, fórust þegar þyrla þeirra var skotin niður við Kígalí í Rúanda.
- 7. apríl - Þjóðarmorðið í Rúanda: Fjöldamorð á Tútsum hófust í Kígalí í Rúanda.
- 8. apríl - Dómsdagur Michelangelos á endavegg Sixtínsku kapellunnar í Vatíkaninu var sýndur almenningi eftir 10 ára viðgerðir.
- 8. apríl - Kurt Cobain, söngvari bandarísku hljómsveitarinnar Nirvana, fannst látinn á heimili sínu.
- 15. apríl - Marrakesssamningurinn var undirritaður í Marokkó.
- 16. apríl - Steingrímur Hermannsson og Eiríkur Guðnason voru skipaðir seðlabankastjórar.
- 16. apríl - Finnar samþykktu aðild að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 17. apríl - Gerðarsafn, listasafn Kópavogs, var opnað.
- 20. apríl - Paul Touvier varð fyrsti Frakkinn sem dæmdur var fyrir glæpi gegn mannkyni fyrir að hafa fyrirskipað aftöku 7 gyðinga undir Vichy-stjórninni í Frakklandi á stríðsárunum.
- 24. apríl - Magnús Scheving náði öðru sæti á heimsmeistaramóti í þolfimi, sem haldið var í Japan.
- 26. apríl - 264 fórust þegar China Airlines flug 140 hrapaði við Nagoya í Japan.
- 30. apríl - Árbæjarlaug var opnuð.
- 30. apríl - Paul Harrington og Charlie McGettigan sigruðu Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir Írland með laginu „Rock 'N' Roll Kids“.
Maí
- 1. maí - Formúlu 1-ökuþórinn Ayrton Senna lést í slysi sem varð í kappakstrinum San Marino Grand Prix á Ítalíu.
- 5. maí - Átökunum um Nagornó-Karabak lauk með undirritun vopnahlés milli Armeníu og Aserbaídjan í Bishkek í Kirgistan.
- 6. maí - Ermarsundsgöngin voru opnuð.
- 6. maí - Mannréttindasáttmáli Evrópu var lögtekinn á Íslandi.
- 6. maí - Rannsóknarblaðamenn frá ABC News fundu nasistann Erich Priebke í Argentínu og tóku við hann viðtal.
- 10. maí - Nelson Mandela varð forseti Suður-Afríku.
- 15. maí - Norska flugsafnið Norsk Luftfartsmuseum var opnað á Bodø.
- 17. maí - Fyrstu fjölflokkakosningarnar voru haldnar í Malaví.
- 21. maí - Í grein í Lesbók Morgunblaðsins lagði Sturla Friðriksson til að Íslendingar veldu holtasóley sem þjóðarblóm.
- 21. maí - Ítalski fyrrum ráðherrann Giulio Andreotti var sakaður um mafíutengsl af dómstól í Palermó.
- 22. maí - Jóhannes Páll 2. páfi gaf út páfabulluna Ordinatio Sacerdotalis þar sem kom fram að einungis karlar gætu orðið prestar í kaþólsku kirkjunni.
- 23. maí - Yfir 270 pílagrímar létust í troðningi í Mekka.
- 28. maí - Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi 1994: Reykjavíkurlistinn sigraði í kosningum til borgarstjórnar í Reykjavík og hratt meirihluta Sjálfstæðisflokksins, sem þá hafði staðið í tólf ár.
Júní
- júní - Smugudeilan stóð milli Norðmanna og Íslendinga vegna veiða á Svalbarðasvæðinu.
- 1. júní - Suður-Afríka varð aftur aðili að Breska samveldinu eftir að hafa sagt sig úr því 1961.
- 4. júní - Hljómsveitin HAM hélt fræga lokatónleika á Tunglinu undir yfirskriftinni „HAM lengi lifi“.
- 9. júní - Síldin kom aftur í íslenska landhelgi eftir 26 ára hlé.
- 11. júní - Íslandssíld var landað í fyrsta skipti í 27 ár, löndunin fór fram í Neskaupstað.
- 11. júní - Sveitarfélögum á Íslandi fækkaði um 18 er 25 sveitarfélög sameinuðust í 7 ný.
- 11. júní - Mattias Flink skaut sjö til bana í Falun.
- 12. júní - Nicole Brown Simpson og Ronald Lyle Goldman voru myrt í húsi Nicole og O. J. Simpson í Los Angeles.
- 14. júní - Bandaríski hakkarinn Kevin Poulsen var dæmdur fyrir svik, peningaþvætti og að hindra réttvísina.
- 15. júní - Bandaríska teiknimyndin Konungur ljónanna var frumsýnd.
- 17. júní - Lýðveldishátíðin 1994: 50 ára afmæli Lýðveldisins Íslands var fagnað á Þingvöllum.
- 17. júní - Jóhanna Sigurðardóttir lagði grunninn að stjórnmálaflokknum Þjóðvaka með orðunum „minn tími mun koma“.
- 17. júní - Bandaríski körfuknattleiksmaðurinn O. J. Simpson flúði undan lögreglu en gafst upp eftir langan bílaeltingaleik.
- 17. júní - Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1994 hófst í Bandaríkjunum.
- 19. júní - Björk Guðmundsdóttir hélt sína fyrstu tónleika á Íslandi eftir að hún öðlaðist heimsfrægð.
- 25. júní - Aðildarsamningar Austurríkis, Svíþjóðar, Finnlands og Noregs að Evrópusambandinu voru undirritaðir.
- 26. júní - Microsoft tilkynnti að MS-DOS-stýrikerfið yrði hér eftir aðeins selt sem hluti af Windows.
- 28. júní - Meðlimir Aum Shinrikyo-safnaðarins í Japan gerðu sína fyrstu saríngasárás í Matsumoto í Nagano.
- 30. júní - Kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Bíódagar, var frumsýnd.
Júlí
- 2. júlí - Kólumbíski knattspyrnumaðurinn Andrés Escobar var skotinn til bana í Medellín. Talið er að morðið hafi verið hefnd fyrir sjálfsmark sem hann skoraði á landsleik gegn liði Bandaríkjanna í heimsmeistarakeppni landsliða.
- 4. júlí - Borgarastríðið í Rúanda: Front patriotique rwandais náði Kígalí á sitt vald.
- 5. júlí - Yasser Arafat varð fyrsti forseti palestínsku heimastjórnarinnar.
- 6. júlí - Fjórtán slökkviliðsmenn létust í skógareldi á Storm King Mountain í Kóloradó í Bandaríkjunum.
- 18. júlí - Borgarastríðinu í Rúanda lauk þegar liðsveitir Front patriotique rwandais náðu Gisenyi á sitt vald..
- 16. júlí - Halastjarnan Shoemaker-Levy 9 hóf að rekast á Júpíter.
- 17. júlí - Brasilía sigraði Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla með 3-2 sigri á Ítalíu eftir vítaspyrnukeppni.
- 21. júlí - Tony Blair varð leiðtogi Breska verkamannaflokksins.
- 21. júlí - Kólerufaraldur kom upp í flóttamannabúðum í Saír þar sem þúsundir létust.
- 25. júlí - Ísrael og Jórdanía undirrituðu yfirlýsingu um endalok átaka milli ríkjanna sem staðið höfðu frá 1948.
- 29. júlí - Franskur ferðamaður lést þegar stór hluti af Drottningarstólnum á Møns Klint í Danmörku hrundi.
- 30. júlí- Langferðabíll með 32 erlenda ferðamenn valt út af veginum fyrir ofan Bólstaðarhlíð í Húnavatnssýslu. Fjölmargir slösuðust og ellefu voru lagðir á sjúkrahús.
Ágúst
- 1. ágúst - Mikið af sögulegum skjölum eyðilagðist þegar bókasafn Norwich brann.
- 1. ágúst - School of Advanced Study var stofnaður utan um framhaldsnám við Lundúnaháskóla.
- 12. ágúst - Tónlistarhátíðin Woodstock '94 var haldin á 25 ára afmæli Woodstock-hátíðarinnar.
- 14. ágúst - Sjakalinn Carlos var handtekinn í Súdan og framseldur til Frakklands.
- 16. ágúst - Póstur og sími hóf rekstur fyrsta GSM-farsímakerfisins á Íslandi.
- 18. ágúst - Írski glæpaforinginn Martin Cahill var myrtur í Dublin.
- 20. ágúst - Afríkufíllinn Tyke kramdi þjálfara sinn, Allen Campbell, til bana fyrir framan hundruð áhorfenda á sirkussýningu í Honolúlú.
- 27. ágúst - Kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Bíódagar, hlaut hin norrænu Amanda-kvikmyndaverðlaunin. Mat dómnefndar var að myndin væri þjóðleg og alþjóðleg í senn.
- 30. ágúst - Fyrsta breiðskífa bresku hljómsveitarinnar Oasis, Definitely Maybe, kom út.
- 31. ágúst - Lengsta skák í skáksögu Íslands var til lykta leidd með jafntefli eftir 183 leiki. Jóhann Hjartarson og Jón Garðar Viðarsson tefldu á Skákþingi Íslands í Vestmannaeyjum.
- 31. ágúst - Írski lýðveldisherinn tilkynnti að öllum herðnaðaraðgerðum yrði hætt.
- 31. ágúst - Rússneski herinn hvarf frá Eistlandi og Lettlandi.
- ágúst - Hljómsveitin Sigur Rós var stofnuð.
September
- 4. september - Kansai-flugvöllur var opnaður í Ósaka í Japan.
- 13. september - Bill Clinton undirritaði bann við framleiðslu hálfsjálfvirkra skotvopna fyrir almenna notendur í tíu ár.
- 15. september - Helgi Áss Grétarsson varð heimsmeistari í skák í flokki 20 ára og yngri og varð jafnframt stórmeistari í skák.
- 16. september - Danska leiðsögumanninum Louise Jensen var rænt, henni nauðgað og hún myrt að lokum af þremur breskum hermönnum á Kýpur.
- 17. september - Óperan Vald örlaganna var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu og sungu Kristján Jóhannsson og Elín Ósk Óskarsdóttir aðalhlutverkin.
- 22. september - Fyrsti þáttur sjónvarpsþáttaraðarinnar Vinir fór í loftið á NBC í Bandaríkjunum.
- 23. september - Á Öxnadalsheiði var afhjúpað minnismerki í tilefni af því að bundið slitlag var komið á allan þjóðveginn á milli Reykjavíkur og Akureyrar.
- 28. september - Bílaferjan MS Estonia sökk í Eystrasalti með þeim afleiðingum að 852 létust.
- 28. september - Gíslatakan í Torp: Tveir sænskir ræningjar tóku fjóra gísla á Sandefjord-flugvelli í Noregi. Einn ræningjanna var skotinn til bana af lögreglu.
- 29. september - Íslenska kvikmyndin Skýjahöllin var frumsýnd.
- 30. september - 302 metra löng brú yfir Kúðafljót var tekin í notkun. Við það styttist hringvegurinn um 8 kílómetra.
Október
- 1. október - Þjóðernispopúlistinn Vladimír Mečiar sigraði þingkosningar í Slóvakíu.
- 1. október - Palá fékk sjálfstæði frá Sambandsríki Míkrónesíu.
- 4. október - Tugir meðlima sértrúarsafnaðarins Sólhofsins í Sviss og Québec frömdu fjöldasjálfsmorð.
- 8. október - Breski dægurlagasöngvarinn Donovan skemmti í Þjóðleikhúskjallaranum.
- 12. október - NASA missti samband við geimfarið Magellan þegar það fór inn í andrúmsloft Venusar.
- 13. október - Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar voru veitt í fyrsta sinn og hlaut þau Helgi Ingólfsson.
- 14. október - Bandaríska kvikmyndin Pulp Fiction var frumsýnd.
- 15. október - Jean-Bertrand Aristide sneri aftur til Haítí eftir þriggja ára útlegð.
- 16. október - Finnar samþykktu ESB-aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 19. október - Nýtt skip, Guðbjörg („Guggan“), kom til Ísafjarðar. Hún var fullkomnasta skip íslenska veiðiflotans og kostaði hálfan annan milljarð króna.
- 19. október - Bandaríska kvikmyndin Búðarlokur var frumsýnd.
- 19. október - 22 létust í fyrstu sjálfsmorðssprengjuárás Hamas í Ísrael.
- 20. október - Meðlimir glæpagengisins Militärligan í Svíþjóð voru dæmdir í 3 til 14 ára fangelsi.
- 25. október - Andrew Wiles gaf út tvær stærðfræðilegar ritgerðir, sem endanlega sönnuðu síðustu reglu Fermats.
- 29. október - Francisco Martin Duran skaut tugum skota að Hvíta húsinu í Washington D.C.
Nóvember
- 1. nóvember - Geimfarinu Wind var skotið á loft.
- 1. nóvember - Pietro Pacciani var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir sjö af átta morðum sem kennd voru við skrímslið í Flórens.
- 3. nóvember - Fyrsta útgáfa Red Hat Linux kom út.
- 4. nóvember - Fyrsta ráðstefnan um viðskiptamöguleika Veraldarvefsins var haldin í San Francisco.
- 5. nóvember - Bréf Ronald Reagan þar sem hann sagði frá því að hann væri með Alzheimer kom fyrir sjónir almennings.
- 5. nóvember - George Foreman varð þungavigtarmeistari í hnefaleikum í annað sinn og elsti meistari sögunnar, 42 ára gamall.
- 5. nóvember - Suðurafríski guðfræðingurinn Johan Heyns var myrtur.
- 6. nóvember - Tugir fórust í flóðum í Piemonte á Ítalíu.
- 8. nóvember - Repúblikanar undir forystu Newt Gingrich náðu meirihluta í bæði fulltrúadeild og öldungadeild Bandaríkjaþings í fyrsta sinn í 40 ár.
- 12. nóvember - Guðmundur Árni Stefánsson baðst lausnar sem félagsmálaráðherra og tók Rannveig Guðmundsdóttir við embættinu.
- 13. nóvember - Svíar kusu að ganga í ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 13. nóvember - Michael Schumacher vann sinn fyrsta titil í Formúlu 1-kappakstri.
- 20. nóvember - Stjórn Angóla samdi um frið við skæruliða UNITA.
- 22. nóvember - Leikjatölvan Sega Saturn kom út í Japan.
- 28. nóvember - Norðmenn höfnuðu ESB-aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 30. nóvember - Eldur kom upp í skemmtiferðaskipinu Achille Lauro sem sökk í kjölfarið við Horn Afríku. Tveir farþegar fórust en 980 var bjargað.
Desember
- 1. desember - Þjóðarbókhlaðan var opnuð í Reykjavík.
- 1. desember - Ernesto Zedillo varð forseti Mexíkó.
- 3. desember - Sony kynnti 32-bita leikjatölvuna PlayStation í Japan.
- 8. desember - Eldsvoðinn í Karamay: 324 létu lífið í eldsvoða í kvikmyndahúsi í Karamay í Kína.
- 11. desember - Boris Jeltsín sendi herlið til Téténíu.
- 11. desember - Lítil sprengja sprakk í Philippine Airlines flugi 434 með þeim afleiðingum að japanskur athafnamaður lést. Sprengjan var í raun aðeins prufa sem íslamistinn Ramzi Yousef stóð að vegna Bojinka-aðgerðarinnar.
- 14. desember - Bygging Þriggja gljúfra stíflunnar hófst við Sandouping í Kína.
- 15. desember - Fyrsta útgáfa vafrans Netscape Navigator kom út.
- 19. desember - Rannsókn hófst á Whitewater-hneykslinu í Bandaríkjunum.
- 19. desember - Svíar heimiluðu borgaralega giftingu samkynhneigðra.
- 20. desember - Frank Sinatra kom fram á sínum síðustu tónleikum í Japan.
- 29. desember - Alþingi samþykkti að Ísland skyldi verða eitt af stofnríkjum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar.
- 31. desember - Þessum degi var sleppt af Fönixeyjum sem fluttu sig úr tímabeltinu UTC-11 í UTC+13, og Línueyjum sem fluttu sig úr UTC-10 í UTC+14.
Ódagsettir atburðir
- Þýska hljómsveitin Rammstein var stofnuð.
- Íslenska hljómsveitin Botnleðja var stofnuð.
- Enska hljómsveitin Muse var stofnuð.
- EFTA-dómstóllinn var stofnaður.
- Ítalska hljómsveitin Lacuna Coil var stofnuð.
- Rússneska hljómsveitin Splean var stofnuð.
- Viðskiptablaðið var stofnað á Íslandi.
- Tímaritið Proxima Thulé var stofnað í París.
- Ítalska hljómsveitin Tre allegri ragazzi morti var stofnuð.
- Eurostar-háhraðalestarnetið var stofnað í Frakklandi.
- USB-staðallinn var fyrst kynntur.
- CANTAT-3-sæstrengurinn var tekinn í notkun.
- Ástralska hljómsveitin Savage Garden var stofnuð.
- Sósíalistafélagið var stofnað á Íslandi.
- Bandaríska vefverslunin Amazon.com var stofnuð.
- Breska hljómsveitin Spice Girls var stofnuð.
- South Central-býlið var stofnað í Los Angeles.
- Bandaríska leitarvélin Yahoo! var stofnuð.
- Kanadíska hljómsveitin Godspeed You! Black Emperor var stofnuð.
- Finnska hljómsveitin The Rasmus var stofnuð.
- Vefforritunarmálið PHP var búið til.
Fædd
- 5. janúar - Daði Ólafsson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 15. janúar - Eric Dier, þýskur knattspyrnumaður.
- 19. janúar - Matthias Ginter, þýskur knattspyrnumaður.
- 23. janúar - Chan Vathanaka, kambódískur knattspyrnumaður.
- 27. janúar - Rani Khedira, þýskur knattspyrnumaður.
- 1. febrúar - Harry Styles, enskur söngvari.
- 11. febrúar - Dominic Janes, bandarískur leikari.
- 21. febrúar - Elísa Gróa Steinþórsdóttir, íslensk fyrirsæta.
- 23. febrúar - Dakota Fanning, bandarísk leikkona.
- 25. febrúar - Guðjón Reynisson, íslenskur trommari.
- 1. mars - Justin Bieber, kanadískur söngvari og leikari.
- 1. mars - David Babunski, norðurmakedónskur knattspyrnumaður.
- 7. mars - Jordan Pickford, enskur knattspyrnumaður.
- 16. mars - Camilo Echevery Correa, kólumbískur tónlistarmaður.
- 11. apríl - Duncan Laurence, hollenskur söngvari.
- 20. apríl - Stefán Karel Torfason, íslenskur kraftlyftingamaður.
- 28. apríl - Milos Degenek, ástralskur knattspyrnumaður.
- 29. apríl - Davíð Arnar Sigvaldason, íslenskur knattspyrnumaður.
- 18. ágúst - Arnar Freyr Ársælsson, íslenskur handknattleiksmaður.
- 27. ágúst - Jendrik, þýskur söngvari.
- 8. september - Bruno Fernandes, portúgalskur knattspyrnumaður.
- 13. september - Yngvi Ásgeirsson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 3. október - Kepa Arrizabalaga, spænskur knattspyrnumaður.
- 24. október - Naomichi Ueda, japanskur knattspyrnumaður.
- 10. nóvember - Takuma Asano, japanskur knattspyrnumaður.
- 8. desember - Raheem Sterling, jamaískur knattspyrnumaður.
- 11. desember - Orri Sigurjónsson, íslenskur knattspyrnumaður.
Dáin
- 1. janúar - Stefán Íslandi, íslenskur óperusöngvari (f. 1907).
- 20. janúar - Matt Busby, skoskur knattspyrnustjóri (f. 1909).
- 11. febrúar - Paul Feyerabend, austurrískur heimspekingur (f. 1924).
- 19. febrúar - Dagur Sigurðarson, íslenskt skáld (f. 1937).
- 26. febrúar - Bill Hicks, bandarískur uppistandari (f. 1961).
- 4. mars - John Candy, bandarískur leikari (f. 1950).
- 9. mars - Kjartan Ólafsson, íslenskur rithöfundur (f. 1905).
- 19. mars - Luis Vargas Peña, paragvæskur knattspyrnumaður (f. 1905 eða 1907).
- 21. mars - Alfred Jolson, kaþólskur biskup á Íslandi (f. 1928).
- 3. apríl - Jérôme Lejeune, franskur erfðafræðingur (f. 1926).
- 5. apríl - Kurt Cobain, bandarískur tónlistarmaður (f. 1967).
- 7. apríl - Albert Guðmundsson, íslenskur knattspyrnu- og stjórnmálamaður (f. 1923).
- 15. apríl - Kristján frá Djúpalæk, íslenskt skáld (f. 1916).
- 22. apríl - Richard Nixon, Bandaríkjaforseti (f. 1913).
- 26. apríl - Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, baráttukona fyrir réttindum verkakvenna og alþingismaður (f. 1921)
- 1. maí - Ayrton Senna, brasilískur ökuþór (f. 1960).
- 10. maí - John Wayne Gacy, bandarískur raðmorðingi (f. 1942).
- 19. maí - Jacqueline Bouvier Kennedy, bandarísk forsetafrú (f. 1929).
- 21. maí - Giovanni Goria, ítalskur stjórnmálamaður (f. 1943).
- 29. maí - Erich Honecker, austurþýskur stjórnarherra (f. 1912).
- 2. júní - Henry Mancini, bandarískt tónskáld (f. 1924).
- 1. júlí - Óskar Aðalsteinn Guðjónsson, íslenskur rithöfundur (f. 1919).
- 2. júlí - Andrés Escobar, kólumbískur knattspyrnumaður (f. 1967).
- 8. júlí - Kim Il Sung, norðurkóreskur einræðisherra (f. 1912).
- 12. júlí - David Malcolm Lewis, enskur fornfræðingur (f. 1928).
- 6. ágúst - Giovanni Spadolini, ítalskur stjórnmálamaður (f. 1925).
- 6. ágúst - Domenico Modugno, ítalskur söngvari og lagahöfundur (f. 1928).
- 14. ágúst - Elias Canetti, búlgarskur rithöfundur (f. 1905).
- 26. ágúst - Baldur Georgs Takács, íslenskur búktalari (f. 1927).
- 17. september - Karl Popper, austurrísk-enskur vísinda- og stjórnmálaheimspekingur (f. 1902).
- 9. nóvember - Jim Brown, skosk/bandarískur knattspyrnumaður (f. 1908).
- 15. nóvember - Hallvard Magerøy, norskur textafræðingur (f. 1916).
- 18. nóvember - Lúðvík Jósepsson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1914).
- 28. nóvember - Jeffrey Dahmer, bandarískur raðmorðingi (f. 1960).
- 15. desember - Sigurður H. Pétursson, íslenskur gerlafræðingur (f. 1907)
- Eðlisfræði - Bertram N. Brockhouse, Clifford G. Shull
- Efnafræði - George A Olah
- Læknisfræði - Alfred G Gilman, Martin Rodbell
- Bókmenntir - Kenzaburo Oe
- Friðarverðlaun - Yasser Arafat , Shimon Peres, Yitzhak Rabin
- Hagfræði - Reinhard Selten, John Forbes Nash, John Harsanyi