Evrópuþingskosningar 2014

Evrópuþingskosningar voru haldnar dagana 22. til 25. maí 2014 í 28 ríkjum Evrópusambandsins. Kosinn var 751 þingmaður á Evrópuþingið.

Kosningarnar voru þær áttundu síðan þingið var fyrst kosið beint af borgurum aðildarríkja árið 1979. Þetta var í fyrsta sinn þar sem Evrópuflokkarnir tefldu fram frambjóðendum til embættis forseta framkvæmdastjórnarinnar, í samræmi við Lissabonsáttmálann.

Víða um Evrópu sóttu and­stæðing­ar Evr­ópu­sam­bands­ins og þjóðern­is­hreyf­ing­ar í sig veðrið.[1] Þjóðfylkingin undir forystu Marine Le Pen fékk 25% atkvæða í Frakklandi, á Bretlandi varð Sjálfstæðisflokkur Nigel Farage stærsti stjórnmálaflokkurinn með 27,5% og Danski þjóðarflokkurinn var stærstur í Danmörku með 26,6% atkvæða.

Tilvísanir

  1. „Póli­tísk­ur jarðskjálfti“, mbl.is, 26. maí 2014


Fyrir:
Evrópuþingskosningar 2009
Evrópuþingskosningar Eftir:
Evrópuþingskosningar 2019
  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.