Fáni Búrúndí

Núverandi fáni Búrúndí frá 1982.

Fáni Búrúndí samanstendur af skásettum hvítum krossi með rauðum flötum efst og neðst og grænum flötum til hliðanna og hefur í miðjunni hvítan hringflöt með þremur sexodda stjörnum, rauðum með grænu umstriki, sem er raðað í einskonar píramítíkst form með eina fyrir ofan og tvær fyrir neðan. Stjörnurnar standa fyrir þrjá stærstu þjóðflokkana í landinu, hútú-fólkið, tútsa og twa-fólkið.

Þegar Búrúndí fékk sjálfstæði árið 1962 var gerður fáni að grunni til sá sami og núverandi enn með dúrru í miðjunni í stað stjarnanna. Þegar konungsveldið var lagt niður árið 1966 var tromman fjarlægð og árið 1967 voru stjörnurnar settar inn í fánann.

Árið 1982 voru hlutföll fánans fastslegin formlega til að vera 3:5 en höfðu þar til verið frjálslega um 2:3.

Vangaveltur hafa verið um hvort fáninn hafi dregið innblástur frá eða verið umbreytt útgáfa af þáverandi fána belgíska flugfélagsins Sabena, en þær vangaveltur hafa ekki fengist staðfestar af eða á.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.